Leita í fréttum mbl.is

Skoðanakúgun í Samfylkingunni?

ossur_esbFregnir berast af því að mismunandi skoðanir varðandi orkupakkann margfræga séu ekki liðnar í Samfylkingunni. Til er umræðuvefur á vegum flokksins þar sem ætlunin var að gefa flokksfólki kost á að skiptast á skoðunum og ræða málin. En ekki orkumálin.

Viðri einhver efasemdir um orkupakkann mætir viðkomandi þvílíkur fúkyrðaflaumur og skammir sem ekki er hægt að verjast með öðru en draga sig út úr umræðunni. Þetta kemur svo sem ekki á óvart miðað við það að til langs tíma hefur aðeins ein skoðun varðandi ESB verið liðin í flokknum. Það er þó athyglisvert að það séu talsverðar efasemdir meðal Samfylkingarfólks um orkupakkann, eins og komið hefur fram á umræðuvef flokksins og í því að fyrrverandi ráðherrar Samfylkingar og Alþýðuflokks vara við samþykkt orkupakkans. 

Opin og frjáls skoðanaskipti eru forsenda virks lýðræðis. Það er því hægt að hafa samúð með Össuri Skarphéðinssyni þegar hann kvartar yfir skömmum sem hann hefur fengið yfir sig á netinu. Honum ætti að vera í lófa lagið að draga úr slíku í sínum heimahögum og gera umræðuna opnari og málefnalegri í Samfylkingunni með því að leyfa andstæðingum orkupakkans að tjá sig án þess að fá yfir sig ómálefnalegan fúkyrðaflaum.

Varðandi þessa umræðu er hins vegar spurningin hvort umræða af þessu tagi geti orðið opin og frjáls þegar annars vegar stenda einstaklingar í lítt skipulögðum hreyfingum og hins vegar sameinað ríkisvaldið hér á landi, stór hagsmunasamtök hér innanlands, ríkisstjórnir annarra landa og samband á borð við ESB. Miðað við þetta ójafna valdahlutfall í umræðunni er það stórfrétt að meirihluti landsmanna skuli vera andvígur orkupakkanum. 

En ræður hér vilji lýðsins eða verða það innlendar og erlendar valdastofnanir sem keyra sinn vilja í gegn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ESB er ekki alþjóðastofnun

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 12.5.2019 kl. 12:02

2 Smámynd: Björn S Stefánsson

ESB er ekki alþjóðastofnun

Björn S Stefánsson, 12.5.2019 kl. 14:09

3 Smámynd:   Heimssýn

Þökkum ábendinguna. Búið að laga þessa fljótfærnisvillu.

Heimssýn, 12.5.2019 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 453
  • Sl. viku: 1771
  • Frá upphafi: 1162223

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1585
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband