Leita í fréttum mbl.is

Heimssýn mótmælir EES-áróðri Stjórnarráðsins

Yfirlýsing frá Heimssýn um EES-myndbönd Stjórnarráðs Íslands

Stjórnarráðið hefur látið gera og birt myndbönd um Samninginn um evrópska efnahagssvæðið.  Myndbönd þessi eru undarleg og vægast sagt vafamál að rétt sé að greitt sé úr ríkissjóði fyrir efni af því tagi sem þar er.  Í myndböndunum er fjallað um margt sem flestir telja jákvætt, svo sem sjúkratryggingar, nám í útlöndum, verslun við önnur Evrópulönd, öryggiskröfur, greiðslumiðlun, vinnuvernd og umhverfismál svo nokkuð sé nefnt.  Ýmist er sagt berum orðum, eða gefið sterklega í skyn, að mál þessi, og fleiri, væru í ólestri ef ekki væri EES-samningur.  Flestir sem til þekkja gera sér grein fyrir að engin ástæða er til að ætla að svo væri, en svo virðist sem myndböndunum sé ætlað að ná til þeirra sem þekkja síður til, í því skyni að sannfæra þá um að EES-samningurinn sé upphaf og endir flestra hluta, þó svo ekkert hafi komið fram sem bendi til að svo sé.       

Heimssýn hvetur til skynsamlegrar umræðu um raunverulega kosti og galla EES-samningsins og þá valkosti sem við hann kunna að vera.  Myndböndin sem hér um ræðir komast hvergi nærri því að vera framlag í slíka umræðu.  Þau eru einhliða áróður, þar sem EES-samningurinn er kynntur með stolnum fjöðrum.  Þau eru móðgun við upplýsta umræðu, íslensku þjóðina, og Stjórnarráðinu til lítils sóma.

 

sgn-ees-heimssyn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 41
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2004
  • Frá upphafi: 1176858

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 1826
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband