Leita í fréttum mbl.is

Stöðug andstaða við evruna í evrulöndunum

evrvidskSíðustu ár hefur andstaðan við gjaldmiðilinn evruna verið stöðug á evrusvæðinu. Andstaðan náði hámarki á árunum eftir evrukreppuna miklu í kringum 2010 þegar þriðjungur íbúa í evrulöndunum taldi evruna vera slæma fyrir efnahaginn. Í ár eykst andstaðan um eitt prósent er 26% íbúa evrusvæðisins telja evruna slæma fyrir efnahagslífið. 

Eins og kunnugt er hefur evran og evrusamstarfið gert það að verkum að Þýskaland hefur skotist langt fram úr flestum öðrum evrulöndum hvað hagsæld varðar, en vegna styrks þýsks efnahags- og atvinnulífs hefur framleiðsla þar verið ódýrari og Þýskaland því skilað meiri viðskiptaafgangi og hagvexti en nágrannalöndin, s.s. Ítalía, Frakkland og fleiri lönd. Fyrir vikið safna mörg nágrannalanda Þýskalands skuldum og búa við meira atvinnuleysi á meðan Þjóðverjar safna eignum. Þetta er óleyst vandamál, enda telur enn um þriðjungur Frakka og Ítala evruna vera slæma. Lausnin gæti falist í sameiginlegum ríkisfjármálum - en það munu mörg evrulöndin aldrei sætta sig við - og líta má á úrsögn Bretlands sem birtingarmynd þess að íbúar í Evrópu er lítt hrifnir af auknum völdum ESB í Brussel.

Sjá nánar hér: Skýrsla um evruna

Sjá hér líka umfjöllun Kjarnans um málið - en þar er lögð áhersla á jákvæðari þætti evrusamstarfsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 90
  • Sl. sólarhring: 287
  • Sl. viku: 2459
  • Frá upphafi: 1165087

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 2094
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband