Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórn Íslands vill hafa hemil á gagnrýni á Evrópusambandið

Kvennablaðið segir frá nýstofnaðri nefnd um svokallaða upplýsingaóreiðu. Elva Ýr Gylfadóttir situr í nefndinni og fjallaði um svokallaðar falsfréttir nýlega. Sagði hún þá m.a.:

"Í öðru lagi eru dæmigerðar falsfréttir sem hafi það að markmiði að sá fræum efans og ýta undir tortryggni bæði gagnvart stjórnvöldum einstakra ríkja,  gagnvart heilbrigðisyfirvöldum og til að grafa undan Evrópusambandinu með fullyrðingum um að samvinna Evrópuríkja sé ekki að virka, þau standi ekki saman."

Sú var tíð að menn á Íslandi hristu haus yfir fréttum um aðgerðir til að stemma stigu við  "andsovéskum áróðri".  Hverjir skyldu hrista hausinn núna?

https://kvennabladid.is/2020/04/21/aetlar-elfa-yr-gylfadottir-ad-ritskoda-gagnryni-a-evropusambandid/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eg er nú nokkuð gamalt og man ekki eftir að það hafi komist í hámæli að stemma stigu við andsovéskum áróðri. Það getur þó alveg verið og þá hefur það eðli málsins samkvæmt komið frá gallhörðum kommum kenndum við höfuðpersónurnar, Lenín, Stalín og Marx.

Semsagt í hennar eigin herbúðum.

Mér þykir hinsvegar líklegt að menn hafi haft áhyggjur af sovéskum áróðri og að fáir hafi hrist hausinn yfir því í miðju kalda stríðinu.

Kratar og kommar eru samir við sig í að reyna að þagga niður í öllum sem eru annarrar skoðunnar en þeir. Þessi mæta frauka er greinilega á mála hjá öðru sovéti án þess að vita það.

Allar fréttir af klúðri sambandsins gagnvart aðildarþjóðum í þessu fári eru sannleikanum samkvæmt og ekki teknar upp af einhverjum samsæærissíðum, heldur helstu fréttaveitum heims.

Það er rétt að neikvæðar fréttir af evrópusambandinu grafa undan trúverðugleika þess. Það er ekki ávíun á að þær séu rangar. Þær benda einfaldlega á að sambandið er ekki eins hnökralaust og fullkomið og hún vil vera láta.

Svona skrif minna mann einna helst á Kína þessi misserin, enda ekki langt að sækja þankaganginn hjá henni.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.4.2020 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 40
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 2003
  • Frá upphafi: 1176857

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 1825
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband