Leita í fréttum mbl.is

BREXIT sigur - Bretland endurheimtir fullveldi sitt og fer út úr ESB með hagstæðum samningi

BREXIT, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu sem samþykkt var í stærstu þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram hefur farið í Bretlandi árið 2016 hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig.

Lýðræðisleg úrslitin voru gríðarlegt áfall fyrir ESB forystuna í Brussel og einnig stjórnmála- og embættismannaelítuna og meginstraums fjölmiðlana þar sem flestir börðust fyrir ESB aðild Bretlands.

BREXIT var óvæntur og kærkominn sigur almennings og stórsigur lýðræðisins gegn öllum þessum sjálfsumglöðu og yfirlætisfullu elítum.

En frá upphafi var ljóst að ESB forystan ætlaði sér með öllum brögðum að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna í Bretlandi að engu, eins og þeir höfðu reyndar ítrekað gert gagnvart öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum annarra aðildarríkja, og alltaf komist upp með það þegar það hentaði þeim. ESB krafðist því nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu af því að úrslitin voru þeim ekki að skapi. 

Stjórnmálaelítan og Breska þingið í Bretlandi voru endalaust eftirgefanleg og eilíflega frestuðu þau útgöngunni og voru þannig tilbúin að hjálpa þeim að eyðileggja og þynna BREXIT út og gera það að eiginlega engu.

1248149BREXIT sinnar voru þó fastir fyrir og vörðust hart og á endanum var ESB sinnanum Teresu May bolað úr forystu Breska Íhaldsflokksins og grasrótin kaus BREXIT þingmanninn og baráttumanninn Boris Johnson sem leiðtoga sinn. Fljótlega boðaði hann til nýrra kosninga þar sem hann vann sögulegan stórsigur með 80 sæta meirihluta undir kjörorðinu "Get BREXIT done". Úrslitin voru áfall fyrir ESB og þeirra fylgjendur í Bretlandi. Sigurinn mátti Boris þakka einörðum stuðningi sínum við að framfylgja skýrum vilja þjóðarinnar og klára BREXIT, en þar naut hann einnig stuðnings Nigels Farages leiðtoga BREXIT flokksins og líka grasrótar Breska Verkamannaflokksins sem stutt hafði BREXIT frá fyrstu, en verið illa svikið af forystu flokksins og studdi því Boris og BREXIT í þessum kosningum.

images.jpeg-2Boris Johnson og ríkisstjórn hans kom því fljótlega í gegn að formleg útganga úr ESB yrði þann 31. janúar 2020 og að Bretland færi endanlega út úr sambandinu að fullu án möguleika á frekari framlengingu þann 31. desember 2020. Það var bundið í lög að Bretland færi út án samnings við ESB eða ekki, hvað sem tautaði eða raulaði. Þá loksins var forystu ESB ljóst að hún gæti ekki hundsað BREXIT og þá hófust loksins alvöru samningaviðræður þar sem samninganefnd Breta undir forystu Lords Frosts hafði undirtökin frá byrjun. 

Útgangan með ekki fullkomnum en samt nokkuð hagstæðum samningi við ESB hefur nú verið landað á elleftu stundu þar sem öll helstu samningsmarkmið BREXIT og Bretlands hafa í meginatriðum náð fram að ganga. 

"TAKE BACK CONTROL"

Bretland endurheimtir aftur lýðræðisleg völd þjóðarinnar frá Brussel og verður aftur sjálfstæð þjóð sem ræður eigin örlögum.

Sjálfstætt fullvalda strandríki sem ræður yfir eigin löggjafarvaldi, eigin fiskveiði- og efnahagslögsögu og sínum efnahags- viðskipta- og peningamálum sjálft.

Ræður sínum landamærum og sinni eigin innflytjendastefnu.

Síðast en ekki síst verður Bretland laust undan lagahrammi ESB dómstólsins og endurheimtir dómsvaldið að fullu til breskra dómstóla.

Nigel Farage faðir BREXIT sagði nú á þessum sögulegu tímamótum.
"Stríðið er búið, þetta sögulega samkomulag um BREXIT  er ekki fullkomið en samt gríðarlega mikilvægt og stórt framfaraskref fyrir þjóð okkar."

Heimssýn óskar Bresku þjóðinni innilega til hamingju með útgönguna úr ESB nú um áramótin.
_90076860_thinkstockphotos-526561176


mbl.is Dýrkeypt „gleðitíðindi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bretland er að liðast í sundur, þar sem meirihluti Skota vill sjálfstæði Skotlands og aðild landsins að Evrópusambandinu. cool

Og fiskveiðilögsaga Skotlands verður um tvisvar sinnum stærri en samanlögð fiskveiðilögsaga Englands, Wales og Norður-Írlands.

Meirihluti Norður-Íra vill einnig aðild Norður-Írlands að Evrópusambandinu og landið gæti sameinast Írlandi.

Öll 27 ríki Evrópusambandsins eru fullvalda og sjálfstæð ríki og Heimssýn ætti nú að hringja í Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, og tilkynna karlinum að landið sé ekki fullvalda og sjálfstætt ríki. cool

9.12.2020:

Record Support (85%) for Hungarian European Union Membership

9.12.2020:

Foreign Minister of Hungary: Poland and Hungary Not Moving Away from the European Union

Þar að auki vill Viktor Orbán fjölga ríkjum í Evrópusambandinu og ellefu Austur-Evrópuríki, sem áður voru kommúnistaríki, eru nú bæði í Evrópusambandinu og NATO. cool

Serbía, Bosnía, Albanía, Svartfjallaland og Norður-Makedónía hafa einnig sótt um aðild að Evrópusambandinu og þrjú síðastnefndu ríkin hafa nú þegar fengið aðild að NATO.

Og Úkraína vill fá aðild að bæði Evrópusambandinu og NATO.

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"After February 2014 Yanukovych ouster and following the Russian military intervention in Ukraine (which Russia denies) Ukraine renewed its drive for NATO membership."

Eins og Ungverjaland tekur Ísland þátt í Schengen-samstarfinu og er eitt af stofnríkjum NATO.

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn. cool

Þorsteinn Briem, 28.12.2020 kl. 07:29

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Þorsteinn Bretar eru stórhuga í skilningi ættjarðarástar,sem rúmast ekki í ESB og mun aldrei myndast innan þess. 

Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2020 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 1964
  • Frá upphafi: 1176818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1789
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband