Leita í fréttum mbl.is

Lýðræði á nýjum áratugi

heimssyn-mynd-jan21

Árum saman hefur umræða um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu einkennst af útúrsnúningum og málskrúði sem hnoðað er saman úr tískuorðum sem hafa óljósa tengingu við raunveruleikann.   Sú heimsmynd hefur verið máluð að Íslendingar dragi andann í gegnum EES-samninginn og á tímabili datt stjórnvöldum í hug að hægt væri auka súrefnismettun í blóði þjóðarinnar með því að færa enn meiri völd til útlanda og ganga sjálfu Evrópusambandnu á hönd.

Segja má að áróður fyrir þessari heimsmynd hafi náð hámarki með undarlegum myndböndum stjórnvalda á 25 ára afmæli EES-samningsins.  Þar var samningnum þakkað allt mögulegt og ómögulegt.  Flest þau mál sem þar voru tengd við EES voru í góðu lagi áður en samningurinn kom til sögunnar og aldrei hefur verið ástæða til að ætla að þeim væri ekki vel fyrir komið án fyrrnefnds samnings.   Í umræðunni hefur jafnan gleymst að Íslendingar hafa átt í miklum viðskiptum við aðrar þjóðir frá landnámi, ferðast um útlönd og numið þar þau fræði sem best hafa talist hverju sinni. Engar horfur hafa verið á breytingum á því á síðari tímum.    

Vatnaskil hafa nú orðið í umræðu um fullveldi Íslands.  Í stað orðskrúðs sem lýtur að því að erlendir aðilar með óljóst umboð frá þjóðinni eigi að setja Íslendingum lög spyrja sífellt fleiri hvernig það megi vera að vilji Evrópusambandsins sé orðinn að meginröksemd fyrir lagasmíði á Íslandi.  Að öðrum ólöstuðum hefur Arnar Þór Jónsson, dómari, gengið einna vasklegast og skýrast fram í að færa í orð það sem margir hafa hugsað, að best fari á því að þeir sem setji landsmönnum lög hafi til þess umboð frá landsmönnum sjálfum.  Þetta kann að vera augljóst, en í umræðu síðustu ára hefur sífellt orðið skýrara að furðu stór hluti af löggjöf Íslands verður ekki til með þeim hætti.  Lög eru samin í fjarlægu ríki þar sem enginn spyr hvort eða hvernig þau lög gagnist Íslendingum.  Því síður er spurt hvað það kosti samfélagið að framfylgja lögunum.  Hlutverk kjörinna fulltrúa er í vaxandi mæli bundið við að staðfesta þýðingar á hinum erlendu lagabálkum, koma vel fram og gæta þess að gera ekkert sem valdið gæti almennri hneykslun.  Þessi undarlega staða kom skýrt fram í umræðu um þriðja orkulagabálk Evrópusambandins þar sem mikið lá á að samþykkja lögin af þeirri ástæðu einni að Evrópusambandið langaði svo reiðinnar býsn til þess. Aðrar ástæður fundust ekki, sama hversu vel var leitað.      

Eitt helsta verkefni komandi ára verður að vinda ofan af þessu óheppilega fyrirkomulagi við stjórn landsins.  Taka verður EES-samstarfið til endurskoðunar með það að leiðarljósi að lög verði samin og samningar gerðir með hagsmuni þeirra sem í landinu búa í huga.  Að þeir sem að þeim gjörningunum komi þurfi í framtíðinni að standa fyrir máli sínum gagnvart kjósendum í landinu.  Það er kallað lýðræði og það þarf að auka.    

Að lokum verður ekki skilið við árið 2020 án þess að minnast á annað mál sem lengi verður í minnum haft.  Af því máli verður einfaldur lærdómur dreginn og hann er sá að það er ekki ætlast til þess að ríki sem álpast hafa í Evrópusambandið komist þaðan sársaukalaust út. Gleymum því aldrei.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og að sjálfsögðu er betra að taka þátt í ákvörðunum sem varða Ísland með fullri aðild landsins að Evrópusambandinu. cool

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða." cool

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella." cool

Schengen-samstarfið

Öll 27 ríki Evrópusambandsins eru fullvalda og sjálfstæð ríki.

Meirihluti Skota vill fullveldi og sjálfstæði Skotlands og aðild landsins að Evrópusambandinu. cool

Sjávarútvegur er stór atvinnugrein í Skotlandi eins og hér á Íslandi og fiskveiðilögsaga Skotlands verður um tvisvar sinnum stærri en samanlögð fiskveiðilögsaga Englands, Wales og Norður-Írlands.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og í Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra. cool

30.9.2020:

"Norðmenn og Bretar hafa náð samkomulagi um fiskveiðisamning sem tekur gildi 1. janúar næstkomandi þegar aðlögunartíma vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu lýkur.

Samningurinn kveður á um ramma um gagnkvæmar veiðiheimildir í lögsögu ríkjanna, eftirlit og rannsóknir, að því er fram kemur í tilkynningu frá norsku ríkisstjórninni. cool

Skrifað verður undir samkomulagið í London síðar í dag."

Norðmenn og Bretar semja um fiskveiðar

Loðna hefur gengið á milli lögsagna Íslands og Noregs við Jan Mayen. Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

18.12.2020:

Grænlendingar fá 15% af loðnukvótanum hér við Ísland, Norðmenn 5% og Færeyingar 5%

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa hins vegar lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn. cool

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, sem stóreykur fullvinnslu hér á Íslandi á sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum, til að mynda skyri og lambakjöti. cool

21.12.2020:

Um 60% meira af ferskum óunnum þorski úr landi en 2019

Þorsteinn Briem, 1.1.2021 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 41
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2004
  • Frá upphafi: 1176858

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 1826
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband