Miðvikudagur, 7. apríl 2021
"Dynjandi óveðursskýin ættu nú að vera greinileg...
öllum þeim sem hafa augu til að sjá og eyru til að heyra" segir Arnar Þór Jónsson í hnitmiðaðri ádrepu í Morgunblaðinu í dag þar sem hann fjallar um það sem kynslóðir framtíðar munu kannski kalla fjörbrot lýðræðis á Íslandi.
Arnar Þór er óðum að skipa sér sess sem arftaki Jóns Sigurðssonar forseta sem varði áratugum í baráttu fyrir auknum rétti rétti Íslendinga. Þeirri baráttu mætti að ósekju halda hærra á lofti, meðal annars vegna þess að hún hafði þá sérstöðu að vera án blóðsúthellinga.
Í niðurlagi greinar sinnar segir Arnar Þór hlutina umbúðalaust:
"Á mannamáli þýðir þetta að íslenskt löggjafarvald hefur að miklu leyti verið yfirtekið af erlendu valdi. Þar við bætist að æðsta túlkunarvald um lögmæti þessara reglna hefur í veigamiklum efnum verið eftirlátið erlendum embættismönnum. Með þessu hefur endurskoðunar- og aðhaldshlutverk Alþingis og íslenskra dómstóla verið veikt eða gert óvirkt. Þar með hafa lýðræðislegar undirstöður stórlega skaðast."
Greinin í heild sinni hljóðar svo:
"Saga mannkyns sýnir að frelsið er dýrmætt og lýðræðið viðkvæmt. Dæmin sanna einnig að ótemprað vald er ógn við hvort tveggja.
Stjórnarskrá okkar geymir mikilvæg ákvæði um temprun ríkisvaldsins. En hvaða varnir hefur íslensk þjóð gagnvart erlendu valdi þegar það seilist til áhrifa hérlendis og kallar eftir yfirráðum sem stjórnarskráin ætlar íslenskum yfirvöldum einum? Á síðustu árum hafa ytri og innri mál lýðveldisins þróast með þeim hætti að ekki verður lengur undan litið. Dynjandi óveðursskýin ættu nú að vera greinileg öllum þeim sem hafa augu til að sjá og eyru til að heyra.
Bönd lýðræðisins trosna
Tengslarofið milli almennings og valdhafa birtist í ýmsum myndum og skulu hér nefnd nokkur dæmi:
1. ESB hefur í framkvæmd tekið yfir hluta af valdsviði Alþingis með þeim hætti að aragrúi reglna streymir nú í gegnum þjóðþing Íslendinga á ári hverju án efnislegrar aðkomu, endurskoðunar eða breytinga af hálfu íslenskra þingmanna. Evrópureglur þessar hljóta lagagildi hér á landi án þess að fá hér lögformlega rétta meðferð í samræmi við stjórnarskrá og þingsköp.
Í stað þriggja umræðna á Alþingi hljóta reglur þessar afgreiðslu sem þingsályktanir. Þetta er vafalaust þægilegra fyrir ESB, en hvað með íslenska þjóðarhagsmuni? Má una við það að þingsályktun sé veitt sama gildi og lögum sem hlotið hafa þinglega og stjórnskipulega rétta meðferð? Er ásættanlegt fyrir þjóð sem kallast vill sjálfstæð að við getum breytt öllum lögum sem eru í gildi hérlendis, nema þeim sem eiga stoð í EESsamningnum, vegna þess að við höfum engan aðgang að því valdi sem setur reglur á grundvelli EES?
2. Með innleiðingarferlinu hefur embætti forseta lýðveldisins verið gengisfellt, því framangreind skemmri skírn rýrir ekki aðeins stjórnskipulega stöðu Alþingis heldur gerir synjunarvald forsetans óvirkt. Báðar þessar staðreyndir veikja þá lýðræðisvörn sem Alþingi og forseta er ætlað að veita almennum borgurum hér á landi samkvæmt stjórnarskrá.
3. Eitt mikilvægasta atriði stjórnskipulegrar valdtemprunar og lýðræðisverndar gagnvart meirihlutavaldi er heimild dómstóla til dæma um hvort lög brjóti gegn stjórnarskrá. Nú er svo komið að íslenskir dómstólar fara í reynd og í æ ríkari mæli ekki með þetta eftirlitshlutverk hvað viðvíkur hinum ört stækkandi hluta laganna sem eiga uppruna sinn hjá ESB. Í framkvæmd er æðsta úrskurðarvald um Evrópurétt hjá dómstól ESB, sem leggur EFTA-dómstólnum línurnar og þangað leita íslenskir dómstólar ráða um túlkun Evrópureglna, þ.m.t. Hæstiréttur. Í því samhengi öllu hafa reglur ESB um fjórfrelsið tekið sæti einhvers konar yfirstjórnarskrár, sem allt annað verður að lúta. Þessu til viðbótar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu tekið sér vald, sem þeim dómstól var aldrei ætlað, til íhlutunar um innri málefni íslenska lýðveldisins.
4. Reglurnar í þriðja orkupakka ESB voru þess eðlis að þær hefðu með réttu átt að fara í gegnum þrjár umræður á Alþingi og fá að því loknu samþykki forseta lýðveldisins. Gagnrýnisvert er að þetta hafi ekki verið gert. Sú staðreynd að Hæstiréttur Noregs hefur nú ákvarðað að taka skuli til efnismeðferðar málshöfðun Nej til EU vegna innleiðingar þriðja orkupakkans í Noregi er enn eitt viðvörunarljósið. Verði niðurstaða norskra dómstóla sú að reglur þriðja orkupakkans hafi verið svo viðurhlutamiklar að aukinn meirihluta hafi þurft á norska stórþinginu, þá mun jafnframt opinberast að meðferð Alþingis á málinu hafi verið til stórfellds vansa, svo að jafna mætti því við trúnaðarbrest gagnvart íslenskri þjóð. Hér er ekki lítið í húfi.
5. Á sama tíma hafa aðrir öryggishemlar lýðræðis og borgaralegs frelsis slaknað á tímum Covid-19: Aðgerðir stjórnvalda vegna kórónaveirunnar hafa stórlega hamlað öllu félagsstarfi og þar með veikt borgaralegt aðhald gagnvart miðstýrðu valdi. Aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til efnahagslegs tjóns, atvinnuleysis, einsemdar, kvíða, þunglyndis, félagslegs rofs o.fl. sem allt mun hafa langvarandi fjárhagslegar, félagslegar og heilsufarslegar afleiðingar. Í stað valddreifingar og einkaframtaks hefur öll þróunin verið í átt til miðstýringar og ríkisrekstrar. Niðurstaðan af öllu þessu er sú að lamandi hönd hefur verið lögð á lýðræðislega virkni borgaranna. Sagan sýnir að þegar frjáls félagasamtök veikjast verður auðveldara fyrir fulltrúa ríkisvalds (og þeirra sem tala sem málsvarar siðferðilegs meirihluta) að beita borgarana kúgun og ofríki með tilheyrandi skerðingu frelsis og réttinda.
6. Í öllu þessu samhengi eru ótaldar þær hættur sem þjóðaröryggi Íslendinga stafar af skipulagðri glæpastarfsemi, erlendu hervaldi, samkrulli valds og fjármagns, misnotkun fjölmiðla, njósnastarfsemi, veiku fjarskiptaöryggi o.fl.
7. Hvort sem veik staða lýðveldisins nú skýrist af vanmetakennd eða fyrirhyggjuleysi má öllum lesendum þessarar greinar vera ljóst að við svo búið má ekki lengur standa.
Höfum við metnað til að stýra eigin vegferð?
Erlendar lagareglur eru samkvæmt framansögðu innleiddar hér í stórum stíl með lítilli eða engri þátttöku kjörinna fulltrúa íslensku þjóðarinnar og þar með án þess að Íslendingum hafi gefist viðunandi tækifæri til að hafa áhrif á efni þeirra reglna.
Á mannamáli þýðir þetta að íslenskt löggjafarvald hefur að miklu leyti verið yfirtekið af erlendu valdi.
Þar við bætist að æðsta túlkunarvald um lögmæti þessara reglna hefur í veigamiklum efnum verið eftirlátið erlendum embættismönnum. Með þessu hefur endurskoðunar- og aðhaldshlutverk Alþingis og íslenskra dómstóla verið veikt eða gert óvirkt. Þar með hafa lýðræðislegar undirstöður stórlega skaðast. Í framkvæmd birtist þetta í skerðingu þeirrar réttarverndar sem stjórnarskráin ætlar almennum borgurum. Neitunarvald forseta hefur, jafnvel í stærstu málum, verið gert óvirkt.
Embættismenn í erlendum borgum, sem enga ábyrgð bera gagnvart Íslendingum, taka í sívaxandi mæli afdrifaríkar ákvarðanir um íslensk innanríkismál. Allt framangreint hefur grafið undan stoðum lýðveldisins Íslands. Sem sjálfstæð þjóð stöndum við nú veikum fótum. Ef svo heldur fram sem horfir er alls ekki víst að frjálslynd lýðræðishefð haldi hér velli.
Í kvæði sínu Alþing hið nýja kallaði Jónas Hallgrímsson eftir því að Íslendingar, sem lengi hefðu dvalið draumþingum á vöknuðu til vinnu og metnaðar. Slík hvatning á fullt erindi nú, ekki síður en þá."
Nýjustu færslur
- Þetta var hræðilegt! Hvað gerir ESB nú?
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 313
- Sl. sólarhring: 476
- Sl. viku: 2394
- Frá upphafi: 1188530
Annað
- Innlit í dag: 274
- Innlit sl. viku: 2170
- Gestir í dag: 260
- IP-tölur í dag: 257
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Í öllu þessu samhengi eru ótaldar þær hættur sem þjóðaröryggi Íslendinga stafar af skipulagðri glæpastarfsemi, erlendu hervaldi, samkrulli valds og fjármagns, misnotkun fjölmiðla, njósnastarfsemi, veiku fjarskiptaöryggi o.fl."
Er hér átt við til að mynda Samherja, núverandi eigendur Morgunblaðsins, Atlantshafsbandalagið (NATO), Bandaríkin eða Rússland?!
Langflest ríki í Evrópusambandinu eru í NATO og þar að auki eiga Svíþjóð og Finnland mikla samvinnu við NATO.
Enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), ekki einu sinni Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn.
Og með aðildinni er landið de facto í Evrópusambandinu en án atkvæðisréttar í sambandinu.
Ungverjaland er í Evrópusambandinu og Heimssýn ætti nú að hringja í Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, og tilkynna karlinum að landið sé ekki fullvalda og sjálfstætt ríki.
9.12.2020:
Record Support (85%) for Hungarian European Union Membership
9.12.2020:
Foreign Minister of Hungary: Poland and Hungary Not Moving Away from the European Union
Þar að auki vill Viktor Orbán fjölga ríkjum í Evrópusambandinu og ellefu Austur-Evrópuríki, sem áður voru kommúnistaríki, eru nú bæði í Evrópusambandinu og NATO.
Serbía, Bosnía, Albanía, Svartfjallaland og Norður-Makedónía hafa einnig sótt um aðild að Evrópusambandinu og þrjú síðastnefndu ríkin hafa nú þegar fengið aðild að NATO.
Og Úkraína vill fá aðild að bæði Evrópusambandinu og NATO.
Þar að auki er Bretland að liðast í sundur, þar sem meirihluti Skota vill samkvæmt skoðanakönnunum sjálfstæði Skotlands og aðild landsins að Evrópusambandinu.
27.11.2020:
Vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands
En vilji meirihluta kjósenda er að sjálfsögðu ekki lýðræði.
18.11.2020:
Hvorki lýðræðislegt né heiðarlegt - Heimssýn
"113. gr. ... Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Lög sem heimila framsal ríkisvalds þurfa samþykki 3/5 hluta atkvæða á Alþingi.
Náist ekki sá meiri hluti atkvæða en þó einfaldur meiri hluti skulu lögin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.
Við gerð þjóðréttarsamninga um aðild Íslands að alþjóðastofnunum sem fara með yfirþjóðlegt vald og falla undir 1.-3. mgr. skulu heimildarlög borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar."
Frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
16.11.2020:
"Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Þá kváðust ríflega fjórir af hverjum fimm vilja sjá ákvæði um að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, aukið persónukjör til Alþingis og rétt þjóðarinnar til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu í nýrri stjórnarskrá.
Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23.-28. október 2020.
Alls kváðu 66% svarenda að þeir vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, sem er óbreytt frá könnun MMR sem framkvæmd var í apríl 2012, hálfu ári áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fór fram.
Til samanburðar má geta þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sjálfrar var að 67% þeirra sem tóku afstöðu kusu með tillögum stjórnlagaráðs en 33% á móti."
Tveir þriðju Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs
Þorsteinn Briem, 7.4.2021 kl. 22:44
Fólkið hjá Heimssýn hefur aldrei stigið í vitið og elur sjálft sig á samsæriskenningum og uppskálduðum raunveruleika. Heimssýn er stærsta ógn íslendinga við lýðræði og frelsi íslendinga.Það er til marks um vitleysuna sem kemur frá að Heimssýn hefur aldrei getað vísað í staðreyndir sem er hægt að sanna fyrir sínum málflutningi.
Síðan er það staðreynd að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er hægt og rólega að leggja efnahaginn þar í rúst. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er búinn að leggja allan sjávarútveg þar í rúst og gerði það á einum mánuði (Janúar 2021). Sjávarútvegurinn í Bretlandi tapar núna milljörðum á hverjum degi, hvort sem það er útflutningur á fiski eða skelfiski sem er um að ræða.
Þetta er þar sem Heimssýn vill setja íslendinga. Loka á alþjóðleg viðskipti íslendinga og gera Ísland fátækara og einnig innleiða fasisma á Íslandi eins og sést að er mjög lifandi í skrifum þeirra sem koma frá Heimssýn.
Heimssýn heldur áfram að bulla um Orkupakka þrjú sem er fyrir löngu búinn að taka gildi á Íslandi. Heimssýn ætti að gera íslendingum stóran greiða og leggja sjálfan sig niður. Annars er ljóst að síðasti meðlimurinn í Heimssýn flytur í einhvern kirkjugarðinn eftir nokkur ár. Fólkið sem er í Heimssýn er nefnilega ekkert að yngjast.
Munið. Málflutningur Heimssýnar er skáldskapur sem hefur ekkert með raunveruleikann að gera.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 8.4.2021 kl. 15:25
Takk fyrir að deila þessari grein.
Einhvern veginn koma athugasemdir þeirra félaga hér að ofan ekki á óvart.
Steini vitnar í vitleysuna með tölfræði um meirihluta micro minnihlutans sér til stuðnings og upp úr frímanninum vellur vitleysan hjálpalaust.
Magnús Sigurðsson, 8.4.2021 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.