Leita í fréttum mbl.is

Allt of flókið lýðræði

heimssyn-althingi

Það hefur viljað loða við hóp manna á Íslandi að telja lýðræði aðeins nothæft til þess að skella í atkvæðagreiðslu um afnám lýðræðis.  Að henni lokinni þyrfti ekki að greiða atkvæði framar, nema um smámál. Aðeins þyrfti að gæta að því að stóra atkvæðagreiðslan um valdaframsalið yrði haldin við heppilegar aðstæður, þ.e. þegar hægt væri að ná niðurstöðu í skjóli ringulreiðar og ótta undir lúðrablæstri fjölmiðla sem hallir væru undir hið erlenda vald. 

En lýðræðið ristir dýpra.  Arnar Þór Jónsson hefur rætt það frá ýmsum hliðum og veltir m.a. fyrir sér hvers vegna margir sem þó hafa mikinn áhuga á stjórnmálum forðast að ræða lýðræðið. Arnar Þór segir m.a.:

En hvað veldur þögn annarra, þar á meðal fjölmiðla, um þetta alvarlega mál? Er umræða um veika stöðu íslensks lýðræðis of flókin fyrir þjóð sem vill þó kenna sig við lýðræðislegt stjórnarfar? Getur verið að í landi þar sem enginn skortur er á fólki „með sterka réttlætiskennd“, sem er ófeimið við að tjá skoðanir sínar á öllu milli himins og jarðar, sé lýðræðið sjálft í einhverjum skilningi of flókið viðfangsefni til að það veki áhuga?

Er kannski of flókið að útskýra að landinu eigi að stjórna af mönnum sem þiggja ekki umboð sitt frá fólkinu sem þar býr?

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=114112204191388&id=103482761920999&notif_id=1621730882291295&notif_t=page_followed_contents_awareness&ref=notif

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 41
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2004
  • Frá upphafi: 1176858

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 1826
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband