Leita í fréttum mbl.is

103 ára

heimssyn-sambandslog_stor_030718

Sambandslagasamningur Íslendinga og Dana á afmæli í dag.  Þótt samningurinn hafi tekið gildi í skugga pestar og vetrarmyrkurs er óhætt að segja að 1. desember 1918 hafi verið einn af bjartari dögum í sögu Íslendinga.  Með samningnum öðluðust Íslendingar að heita má fullt vald í öllum helstu málum sem vörðuðu stjórn landsins og hann var tvímælalaust stærsta skrefið í aldarlangri sjálfstæðisbaráttu sem hefð er að telja að hafi lokið með stofnun lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944.

En það er því miður ekki svo að sjálfstæðisbaráttunni hafi lokið í rigningunni á Þingvöllum sumarið 1944.  Stjórnmálaþróun síðustu ára og áratuga segir okkur það helst að sjálfstæðisbaráttan er sífelluverkefni.  Sífellt er sótt að fullveldi þjóðarinnar.  Það gerist ekki í einum stórum áfanga, heldur er nagað í einn málaflokk í einu uns allt er upp étið.  Þess er skemmst að minnast að Alþingi framseldi nýverið vald í orkumálum til erlends ríkjasambands, án þess að nokkur gæti svarað því hvers vegna það væri gert.  Í undirbúningi er sérstakur skattur á ferðamenn sem koma til Schengensvæðisins og mun sá skattur leggjast mun þyngra á íslenskt atvinnulíf en aðra sem aðila eiga að því samstarfi.  Þá má minnast á dóm sem bannar íslenskum stjórnvöldum að takmarka innflutning á hráu, ófrosnu kjöti, jafnvel þótt óumdeilt sé að þar sé mál sem snúist fyrst og fremst um heilbrigði þeirra sem landið byggja.  Svona mætti lengi telja. 

Það er full ástæða til að gleðjast yfir gömlum sigrum á 103 ára afmælinu, en mikilvægast er þó að horfast í augu við að baráttan fyrir fullveldi Íslands stendur enn.

  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 115
  • Sl. sólarhring: 352
  • Sl. viku: 2524
  • Frá upphafi: 1165898

Annað

  • Innlit í dag: 99
  • Innlit sl. viku: 2190
  • Gestir í dag: 99
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband