Leita í fréttum mbl.is

Áramót

heimssyn-flugeldarVið áramót er viðeigandi að staldra við, líta yfir farinn veg og horfa fram á við.

Það er ljúft og skylt að viðurkenna að staða fullveldismála er nú betri en hún hefur stundum áður verið.  Fáir tala fyrir innlimun Íslands í Evrópusambandið og þeir sem á það hlusta virðast ekki vera mikið fleiri.  Ástæða er til að gleðjast yfir því.  Þrátt fyrir allt hefur upplýst umræða um gildi lýðræðis og fullveldis þjóðarinnar skilað árangri.  Þau fáu rök sem sumum tókst að finna fyrir því að best væri að farga fullveldinu til að geta verið með í að styrkja völd gömlu evrópsku nýlenduveldanna á taflborði heimsins hafa gufað upp eins og dögg á heiðríkum morgni.  Flestir vita nú orðið að Evrópusöngvakeppnin er ekki hluti af skemmtidagskrá Evrópusambandsins og að Mannréttindadómstóll Evrópu er ekki útibú frá Evrópusambandinu, hvaða skoðun sem menn kunna annars að hafa á þessum stofnunum.   

En hvað gerir þjófur sem kemur að læstum dyrum?  Reynir hann ekki við bakdyrnar? Sú hefur því miður verið raunin að Evrópusambandið, sem hefur komið að læstum aðaldyrum í Noregi og á Íslandi, hefur laumast að bakdyrunum og smám saman tekið til sín aukið vald í einum málaflokki í einu í gegnum samninginn um evrópska efnahagssvæðið.  Sú sérkennilega skoðun er nefnilega nokkuð algeng að erfitt væri að draga fram lífið á Íslandi án þessa samnings og þess vegna sé rétt að gera nánast hvað sem er til að minnka líkurnar á því að hann líði undir lok.  Í skugga ótta af þessu tagi samþykkti meirihluti Alþingis að framselja vald í orkumálum á Íslandi til Evrópusambandsins.  Fleiri málaflokkar hafa lent í hliðstæðu valdaframsali og er ekki séð fyrir endann á slíku.  Það verður viðfangsefni komandi árs og ára að stöðva hið hálf-sjálfvirka valdaframsal stjórnvalds í gegnum EES-samninginn og að hefjast handa við að endurheimta vald sem tapast hefur.

Að svo mæltu óskar Heimssýn landsmönnum öllum og öðrum íbúum jarðarinnar gleðilegs nýs árs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 524
  • Sl. viku: 2387
  • Frá upphafi: 1188757

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2169
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband