Leita í fréttum mbl.is

Að grípa inn í

heimssyn-baldur-mynd

Það er háttur sumra að vilja umfram allt binda trúss sitt við erlent vald.  Þeir hinir sömu trúa því að í stórum og glæsilegum hallarsölum útlanda sé öryggi og réttlæti og að í hátölurum hinna erlendu stórvelda hljóti sannleikurinn að búa.  Erfitt er að útskýra trú þessa fólks, en svona var áberandi á köflum á nýliðinni öld.  Sumir söfnuðir áttu í svo heitu trúarlegu sambandi við erlend stórveldi að engu skipti þótt heilu sveitirnar hryndu úr hungri, mannréttindi væru flest fótum troðin og fólk jafnvel drepið í milljónatali.  Allt slíkt töldu menn ýmist fals, ýkjur eða illnauðsynlegar fórnir. 

Og þótt komið sé fram á 21. öld er maðurinn samur við sig, ekki síst hinir frelsuðu.  Einn af trúboðum Evrópusafnaðarins á Íslandi þarf að horfast í augu við að mál- og fjölmiðlafrelsi, sem segja má að sé grundvöllur lýðræðis, sé á fallanda fæti í Evrópusambandinu.   Um það hefur trúboðinn það að segja að “Á sama tíma verði að spyrja sig spurn­inga um það hversu langt slík­ir miðlar megi ganga í því að dreifa áróðri og lyg­um” og tekur svo undir að það “þurfi einhversstaðar að grípa inn í”. 

Það er ekki erfitt að sjá þennan ágæta mann fara fyrir nefnd í framtíðarríkinu sem ákveður hvað sé lygi og hvað ekki og hvaða áróðri megi dreifa og hvaða áróðri ekki megi dreifa.  Það mun ekki standa á honum og hans vinum “að grípa inn í” fái þeir vald til þess.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/06/30/russnesk_lygi_sem_menn_a_vesturlondum_falli_fyrir/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Einmitt!Var að skrifa hjá "Frjálst land" en þá fékk ég áminningu með -yfirstrikuðum putta- þótt mér findist ég ekkert sérlega gróf og fibaðist í lokin. 'oþolandi að mega ekki tjá sig í sínu eigin landi.MbKV.

Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2022 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 2115
  • Frá upphafi: 1188251

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1923
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband