Fimmtudagur, 1. desember 2022
104 ára og sprækt
Í dag fögnum við 104 ára afmæli fullveldis Íslands. Á þeirri rúmu öld sem liðin eru frá því Ísland varð fullvalda ríki hefur þjóðinni vegnað betur en allar þær rúmu sex aldir sem liðnar voru frá því stjórnvaldið hóf að færast til útlanda. Það á auðvitað við um flestar þjóðir heims að velsæld er mest á síðari árum, á Íslandi voru framfarir meiri en annars staðar. Núna vermir Ísland iðulega eitt af efstu sætum kvarða sem mæla velsæld þjóða, en víst er að þannig var það alls ekki á 19. öld.
Það er nefnilega skynsamlegt að þjóðir setji sjálfar sín lög, en feli það ekki vandalausum. Um það er óþarfi að fjölyrða. Gleðilega hátíð.
Fullveldisfundur Heimssýnar verður kl. 17 þann 7. desember og nánar auglýstur síðar.
Nýjustu færslur
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 500
- Sl. sólarhring: 502
- Sl. viku: 2338
- Frá upphafi: 1187565
Annað
- Innlit í dag: 462
- Innlit sl. viku: 2082
- Gestir í dag: 434
- IP-tölur í dag: 425
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Árið 2019 fóru yfir 80% af öllum vöruútflutningi okkar Íslendinga til Evrópuríkja og þá komu þaðan um tveir þriðju alls innflutnings.
Góð lífskjör hér á Íslandi byggjast aðallega á miklum viðskiptum við önnur ríki, fyrst og fremst Evrópusambandsríkin, sem kaupa langmest af sjávarafurðum okkar Íslendinga og greiða fyrir þær hæsta verðið.
Svo og miklum ferðamannastraumi hingað til Íslands, langmest frá öðrum Evrópuríkjum og Bandaríkjunum.
Við Íslendingar seljum einnig mikið af áli til Evrópusambandsríkjanna, sem notað er þar til bílaframleiðslu, og engir tollar eru nú á íslenskum iðnaðarvörum í Evrópusambandsríkjunum.
Og með fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður tollar á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, sem getur stóraukið fullvinnslu hér á sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum, til að mynda skyri og lambakjöti.
Evrópusambandsríkin keyptu íslenskar landbúnaðarafurðir fyrir um fimm milljarða íslenskra króna árið 2019 og þar af um 1.500 tonn af óunnu kindakjöti.
Við Íslendingar kaupum hins vegar margfalt meira af landbúnaðarvörum frá Evrópusambandsríkjunum en þau kaupa af okkur.
Tollar hér á Íslandi eru með þeim hæstu í heiminum í ýmsum flokkum landbúnaðarvara og til að mynda er 76% tollur á frönskum kartöflum, enda þótt enginn framleiði þær nú hérlendis.
Íslenskir bændur, til dæmis sauðfjárbændur, lepja nú dauðann úr skel að eigin sögn og þeir hefðu það mun betra ef Ísland fengi fulla aðild að Evrópusambandinu.
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."
Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.
Ostar frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú.
Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.
Og tollar á öllum vörum frá Evrópusambandsríkjunum féllu hér niður, til að mynda tollur á kjúklingum og eggjum.
Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.
Vextir myndu einnig lækka mikið hér á Íslandi og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.
Þorsteinn Briem, 1.12.2022 kl. 08:32
Vextir eru og hafa alltaf verið miklu lægri á evrusvæðinu en hér á Íslandi og það á sem sagt að vorkenna þeim sem vilja halda í mörlensku krónuna.
Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og stýrivextir bankans eru nú 2% en Seðlabanka Íslands 6%.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu og taki upp evru sem gjaldmiðil sinn.
25.11.2022 (síðastliðinn föstudag):
Samfylkingin næstum jafnstór (19%) og Sjálfstæðisflokkurinn (tæp 22%)
18.11.2022:
Kristrún Frostadóttir sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar treysta langbest
24.11.2022 (síðastliðinn fimmtudag):
Um 43% Íslendinga styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu en 35% andvígir - Meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalista styður aðild
4.10.2018:
"Fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti."
Vaxandi stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu
24.11.2022 (síðastliðinn fimmtudag):
Tveir þriðju Íslendinga treysta ríkisstjórninni illa til frekari bankasölu
1.9.2022:
Stjórnarflokkarnir næðu ekki þingmeirihluta ef kosið yrði núna - Fylgi Samfylkingarinnar eykst um fimmtíu prósent
Það er einfaldlega stefna Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar að framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Kristrún Frostadóttir hefur ásamt fleirum flutt um það þingsályktunartillögu á Alþingi.
Og önnur þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um aðildarsamninginn.
152. löggjafarþing 2021-2022:
Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu
21.3.2022:
"Fram kemur í greinargerð tillögunnar að þingsályktunartillaga af nákvæmlega sama meiði hafi verið lögð fram á 144. löggjafarþingi af Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni og Birgittu Jónsdóttur.
Katrín Jakobsdóttir, þá leiðtogi Vinstri grænna í stjórnarandstöðu en nú forsætisráðherra, mælti fyrir tillögunni er hún var borin fram í mars 2015.
Í greinargerð með tillögunni er vísað til þess að í júlí 2009 hafi Alþingi ályktað að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.
"Sú þingsályktun er enn í fullu gildi, enda hefur hún ekki verið felld úr gildi með annarri ályktun Alþingis," segir í greinargerðinni.
Og því er bætt við að tilgangur tillögunnar sé að fylgja eftir þeim vilja Alþingis sem endurspeglist í þingsályktuninni frá árinu 2009."
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið
12.9.2022:
Kristrún Frostadóttir segir ekkert hafa breyst í afstöðu Samfylkingarinnar hvað snerti aðild Íslands að Evrópusambandinu og hún sé stuðningsmaður aðildarinnar
Þorsteinn Briem, 1.12.2022 kl. 08:42
Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru nú 6%.
28.8.2020:
"Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að fólk sem tekur óverðtryggð lán geri sér grein fyrir að 1% stýrivextir Seðlabanka Íslands séu ekki komnir til að vera.
Afborganir lána gætu hækkað verulega þegar stýrivextir Seðlabankans hækka á ný."
"Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni til 40 ára við fyrstu kaup á húsnæði gæti farið úr ríflega 140 þúsund krónum á mánuði í rétt yfir 210 þúsund ef vextir hækkuðu í það sem telja má eðlilegt ástand hér á landi."
Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni gæti hækkað úr 140 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund
28.8.2020:
"Greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við.
Á þetta bendir Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri í samtali í Morgunblaðinu í dag.
Sífellt fleiri taka óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, bæði þeir sem standa í húsnæðiskaupum og þeir sem endurfjármagna eldri skuldir.
Rannveig segir ánægjuefni að fólk nýti sér lækkandi vaxtastig en ítrekar að fólk þurfi að gera ráð fyrir því að greiðslur geti hækkað umtalsvert.
Þannig hafi til dæmis komið fram að "hlutlausir" stýrivextir [Seðlabanka Íslands] væru um 4,5%, eða 3,5% hærri en núverandi meginvextir bankans.
Í útreikningum, sem Morgunblaðið hefur látið taka saman og birtir eru í blaðinu í dag, gætu greiðslur af meðalhúsnæðisláni hæglega hækkað um 50% ef vaxtastig myndi hækka með fyrrgreindum hætti."
Afborganir gætu hækkað um 50%
Þorsteinn Briem, 1.12.2022 kl. 08:50
1.12.2022 (í dag):
Brexit kostaði eitt og sér fjögurra prósenta samdrátt í þjóðarframleiðslu Breta.
Ný skoðanakönnun Yougov sýnir að 56% breskra kjósenda telja það hafa verið ranga ákvörðun að yfirgefa Evrópusambandið og meira en 70% Skota eru sömu skoðunar.
Tuttugu prósent þeirra sem kusu Brexit sjá eftir því og æ fleiri sjá að yfirlýsingar um að tækifæri fælust í Brexit hefðu verið innantóm slagorð.
"In the referendum 51.89% voted in favour of leaving the European Union and 48.11% voted in favour of remaining a member."
Meirihluti Breta telur Brexit hafa verið mistök
Þorsteinn Briem, 1.12.2022 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.