Leita í fréttum mbl.is

Kópavogsfundur hinn síðari

Umsagnir um hina svokölluðu bókun 35 streyma nú til Alþingis og eru birtar á Alþingisvefnum.  Þar kennir ýmissa grasa.  Skúli heitir lögmaður og er Sveinsson.  Hann er skýr og kjarnyrtur.  Skúli segir m.a.: 

Hið raunverulega lagasetningarvald hefur því fallið í hendur ókjörinna aðila sem þurfa ekki að standa og falla með verkum sínum gagnvart fólkinu enda er starfsemi framkvæmdastjórnarinnar hulin leyndarhjúp og er að meginstefnu til andlitslaus. Lagafrumvörpin sem frá framkvæmdastjórninni koma eru svo þess eðlis að þau eru gríðarlega flókin og svo mjög að það er ekki nema á færi helstu sérfræðinga að skilja þau að fullu. Lagamál Evrópusambandsins er jafnframt orðin að einhverskonar latínu nútímas sem almenningur á erfitt með að skilja. Jafnframt eru lögin þeim annmörkum háð að þau eru mjög matskennd þar sem hugtök eins og „viðeigandi" eru notuð, sem aftur leiðir til þess að eftirlitsstofnunum er falið að útfæra hvaða skilning á að leggja í reglurnar. Lögin uppfylla því ekki það grunnskilyrði að vera aðgengileg né auðskiljanleg fyrir borgarana, heldur eru þau matskennd og háð frekari túlkun og útfærslu embættismanna.

Samlíkingin við Kópavogsfundinn forðum verður sífellt skýrari.

https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/153/890/?ltg=153&mnr=890

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 155
  • Sl. sólarhring: 276
  • Sl. viku: 2025
  • Frá upphafi: 1184762

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 1740
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband