Leita í fréttum mbl.is

Svíar og Norðmenn

Fyrir tæpum 3 áratugum stóð til að koma Noregi og Svíþjóð inn í Evrópusambandið. Svíar kusu sig inn, en Norðmenn ekki. Kosningabaráttan var á köflum skrautleg. Ekki skorti dómsdagsspár aðildarsinna, ef innlimun í bandalagið yrði ekki samþykkt, í báðum löndum. Í Svíþjóð bar á þeirri skoðun að mikilvægt væri að Evrópusambandið nyti leiðsagnar Svía í framtíðinni og því væri samfélagsleg skylda Svía að ganga í bandalagið. Í Noregi var sú skoðun hins vegar algeng að Evrópusambandið mundi lítið hlusta á smáþjóðir úti á hjara veraldar, sama hvað þær hefðu að segja.


Myndin sem birtist á Fasbókarsíðu Heimssýnar sýnir landsframleiðslu á íbúa í báðum þessum löndum, þegar Svíar gengu bandalaginu á hönd, en Norðmenn urðu eftir „úti í kuldanum“. Til samanburðar eru tölur frá því í fyrra. Ekki fer á milli mála að straumur gulls í vasa Norðmanna hefur aukist mjög mikið, eða um 303%. Mun minna hefur breyst í Svíþjóð, þar er aukningin bara 84%, sem er engin raunaukning. Það er auðvitað fráleitt að halda því fram að aðild að Evrópusambandinu sé eina breytistærðin sem skýrir þennan mun, en það verður þó ekki framhjá því horft að á þeim tæpum þremur áratugum sem liðnir eru frá því sambandið gleypti Svía hafa miklir fjármunir runnið úr sameiginlegum sjóðum Svía í fjárhirslur höfðingjanna í Brussel – mikið umfram það sem ratað hefur til baka til Svíþjóðar.


Ólíkt því sem sumir á Íslandi virðast halda, þá er það ekki markmið Evrópusambandsins að styrkja ríkar smáþjóðir. Hlutverk hinna ríku smáþjóða er að borga.

https://www.facebook.com/groups/heimssyn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn afhendir þessi gögn. Upphæðir eru ekki núvirtar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 78
  • Sl. sólarhring: 523
  • Sl. viku: 2585
  • Frá upphafi: 1166345

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 2218
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband