Leita í fréttum mbl.is

Hverju verður lokað næst?

Í ljós hefur komið að furðu fáir hafa frétt af kerfisbundinni ritskoðun og lokun á netsíðum í Evrópusambandinu. 

Hvernig ætli standi á því? Finnst fjölmiðlum á vesturlöndum og þar á meðal Íslandi ágætt að losna við samkeppni, eða eru fréttir rússneskra miðla á borð við rt.com of hræðilegar til að hægt sé að leyfa þær? Fólk á Íslandi getur sjálft dæmt um hið síðarnefnda, því stjórnvöld á Íslandi hafa ekki lokað fyrir tengingu við rússneskar fréttastofur, ólíkt yfirvaldinu í Evrópusambandinu. 

Reyndar er ekki augljóst að stjórnvöld á Íslandi hafi heimild til að loka fyrir aðgang að fréttasíðum sem þeim kunna að finnast vondar.  Ekki verður annað séð en að þeir sem hafa völdin í Evrópusambandinu hafi slíka heimild.  Þeir komast að minnsta kosti upp með að loka því sem þeim sýnist. 

Hverju skyldu þeir í Evrópusambandinu loka næst?  Bloggsíðum Arnars Þórs Jónssonar, Páls Vilhjálmssonar, Jóns Magnússonar, Heimssýnar eða síðum Samtaka hernaðarandstæðinga?

 

https://www.reuters.com/world/europe/eu-ban-three-russian-state-owned-broadcasters-von-der-leyen-2022-05-04/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 267
  • Sl. viku: 1893
  • Frá upphafi: 1184630

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1622
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband