Leita í fréttum mbl.is

Erlent ríkjasamband leggur nýjan skatt á íslenskt atvinnulíf

Örlítil umræða er að hefjast um vegabréfsáritunargjaldið sem Evrópusambandið vill innheimta.  Bretar, Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Kínverjar og margir fleiri munu þurfa að borga Evrópusambandinu gjald, vilji þeir fara til Íslands.

 

Gott er að rifja upp nokkur helstu atriði málsins:

 

1. Hið erlenda ríkjasamband mun ráða hverjir utan Schengen fái að fara til Íslands.  Enginn veit hvernig þær valdheimildir verða notaðar í framtíðinni. 

2. Hið erlenda ríkjasamband ætlar að innheimta skatt af utansveitarfólki sem ferðast til Íslands.  Ríkjasambandið ætlar sjálft að hirða skattinn.

3. Skatturinn á að "mæta kostnaði".  Allir skattar mæta einhverjum kostnaði.  Ótal leiðir eru til að reikna "kostnað".  Sú algengasta er að finna fyrst útkomuna og bæta svo tölum inn í dæmið eftir hentugleikum.  

4. Engin veit hversu hár skatturinn verður eftir 10 eða 20 ár og ekki heldur í hvað peningarnir munu fara.  

5. Atvinnulíf á Íslandi er með þeim hætti að skatturinn leggst margfalt, margfalt þyngra á íslenskt atvinnulíf, en á venjulega hreppa í Evrópu. 

6. Áritunarmál í öðrum löndum eru málinu óviðkomandi.  Fyrirkomulagið í Bretlandi, BNA eða Kína, kemur þessari skattheimtu ekki við.  Ekkert kallar á gagnkvæmni, tal um slíkt þjónar einungis þeim tilgangi að afvegaleiða umræðuna. 

Og ef menn telja í alvöru að það skipti engu máli fyrir atvinnulífið að leggja á nýjan, en hóflegan skatt, er þá ekki einboðið að gera það strax, og sjá til þess að hann renni allur í fjárhirslur íslenska ríkisins, en ekki til Brussel?

 https://www.visir.is/g/20232445414d/bandarikjamenn-thurfa-ad-greida-gjald-adur-en-komid-er-til-islands

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 41
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 1911
  • Frá upphafi: 1184648

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 1635
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband