Leita í fréttum mbl.is

Ómönnuð vakt

Enn er barist í Austur-Evrópu.  Í tengslum við stríðið rifja menn upp fyrri stríð og fjöldadráp. Það þarf ekki að rifja upp lengi til að komast að því að saga Evrópu er saga nánast viðstöðulausra manndrápa og furðu oft í gríðarlega stórum stíl.  Það virðist alltaf hafa verið vilji til að lagfæra landamæri, eða ná einhverju öðru fram, með skipulögðum mannfórnum.  Jafnan hefur tekist að manna fallbyssurnar, jafnvel þótt slíkt starf hafi oft verið sjálfsmorðsleiðangur.  Það er undarlegt.  

Menn eru ósammála um margt í sambandi við stríðið, en flestir virðast þó sammála um að manndrápin muni halda áfram, ýmist í sama eða í enn hraðari takti.

Stundum er gott að setja sig í spor annarra.  Hvað mundu menn gera, ef Eyjamenn segðu öðrum Íslendingum að eiga sig, eða ef Danir tækju þar völdin, og stjórnvöld í Reykjavík reyndu að skipuleggja vaktir á fallbyssur á Landeyjasandi? 

Hver mundi mæta á vakt? 

Auðvitað enginn.

Sú einfalda staðreynd minnir okkur á að það er yfir allan vafa hafið að farsælast sé að færa stjórnvaldið ekki úr landinu og allra síst í hendur fólks sem fórnar hálfri milljón manna eins og að drekka vatn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Íslendingar sættu sig við ólögmætt hernám í annarri heimsstyrjöldinni og fyrir vikið misstum við aðeins örfáa sjómenn í hildarleiknum.

Hið sama á að gera núna; standa utan við. Og fólk hefði gott af að lesa Almenn hegningarlög. Núverandi stjórnvöld hafa þverbrotið hlutleysisákvæði laganna, og við því liggur margra ára refsirammi.

Hér eru engin lög virt lengur.

Guðjón E. Hreinberg, 8.8.2023 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 106
  • Sl. sólarhring: 540
  • Sl. viku: 2613
  • Frá upphafi: 1166373

Annað

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 2242
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband