Leita í fréttum mbl.is

Valkostur og ekki valkostur

Nú hefur það gerst að í Þýskalandi er kominn stjórnmálaflokkur sem ber nafnið Valkostur fyrir Þýskaland.  Ef marka má skoðanakannanir er flokkurinn orðinn mjög vinsæll.  Hann er kominn fram úr jafnaðarmönnum og er farinn að narta í hælana á kristilegum demókrötum sem eru stærstir.

Mörgum í Þýskalandi finnst Valkosturinn vera boðberi vondra skoðana og striði gegn öllu sem gott þykir, mannréttindum, lýðræði, stríðinu við Rússa og sjálfu Evrópusambandinu.  Sjálfir segjast Valkostsmenn vera sérlega ákafir um lýðræði og mannréttindi, en neita hinu ekki eins ákaft.

Nú ræða margir málsmetandi Þjóðverjar að það þurfi að banna Valkostinn, því hann sé svo illa innrættur.  Ef það er rétt, er það mikið áhyggjuefni að umtalsverður hluti þýsku þjóðarinnar skuli styðja allt það illa innræti, því þetta er þjóðin sem mestur ræður í Evrópusambandinu. Ef það er hins vegar rangt er mikið áhyggjuefni að nærri hálf þýska þjóðin skuli vilja banna saklausan stjórnmálaflokk bara vegna þess að hún er svo innilega ósammála honum.   Það væri þó rökrétt framhald af banni Evrópusambandsins á rússneskum vefmiðlum.

Niðurstaðan fyrir Íslendinga verður ávallt sú sama: það er ekki valkostur að afhenda þessum mönnum nein völd á Íslandi. 

 https://www.spiegel.de/politik/radikalisierung-der-afd-verfassungsfeinde-verbieten-a-50bdd3e1-8968-47e7-ba9c-5072b4e304f5


Áskrift að Fasbókarsíðu Heimssýnar er ókeypis:  

https://www.facebook.com/groups/heimssyn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Embættismenn í Brussel og Berlín eru í miklu uppáhaldi hjá ráðamönnum á Íslandi um þessar mundir, jafnvel svo miklu að þeir vilja fyrir alla muni afhenda þeim löggjafarvald Alþingis á silfurfati með Bókun 35. Fyrir íslensku þjóðina er það afar slæmur valkosur en hafa kjósendur eitthvað val? Eða er bara þetta meðfæddur roluskapur og undirlægjuháttur?

Júlíus Valsson, 4.9.2023 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 213
  • Sl. sólarhring: 255
  • Sl. viku: 2148
  • Frá upphafi: 1184555

Annað

  • Innlit í dag: 189
  • Innlit sl. viku: 1852
  • Gestir í dag: 177
  • IP-tölur í dag: 171

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband