Leita í fréttum mbl.is

Pylsureglan fyrir hæstarétti

Málflutningur um aðild Noregs að Evrópska orkusambandinu (ACER) stendur nú yfir í hæstarétti í Osló. Áhersla systursamtaka Heimssýnar, Nei til EU, er að Stórþinginu sé óheimilt að framselja valdið til Evrópusambandsins með einföldum meirihluta atkvæða.  Vörn norska ríkisins leggur á hinn bóginn áherslu á að valdaframsalið sé svo lítið að það sé í lagi að framselja það.

Málflutningur norska ríkisins minnir á pylsuregluna. Hún er sú að ef sneitt er nógu oft af pylsu klárast hún á endanum.  Skiptir þá engu þótt sneiðarnar séu þunnar, ef þær eru nógu margar.  Pylsan er fullveldið og Evrópusambandið fær sneiðarnar, eina í einu, með framsækinni túlkun á EES-samningnum.

Hæstiréttur Noregs þarf að taka afstöðu til sannleiksgildis málsháttarins „það eyðist sem af er tekið“. Ætli páskaeggjagerðarmenn utan af Íslandi verði kallaðir til vitnis?

https://neitileu.no/aktuelt/-staten-unnviker-realitetene


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 148
  • Sl. sólarhring: 339
  • Sl. viku: 2557
  • Frá upphafi: 1165931

Annað

  • Innlit í dag: 124
  • Innlit sl. viku: 2215
  • Gestir í dag: 120
  • IP-tölur í dag: 120

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband