Leita í fréttum mbl.is

Peningatréð

Fréttir berast af því að Bretar taki á ný fullan þátt í rannsóknaáætlunum Evrópusambandins.  Allar eru þær fréttir undarlegar, að því leyti að látið er að því liggja að vísindasjóðir Evrópusambandsins stundi einhvers konar peningaframleiðslu í þágu vísindarannsókna.  Það er vitaksuld ekki svoleiðis, sjóðirnir stunda nefnilega millifærslu á opinberu fé, ekki framleiðslu.  

Bretar borga semsagt á ný í sjóðina og vísindamenn í Bretlandi geta á ný sótt um styrki í þessa sömu sjóði.  Fáum sögum fer af peningunum sem ekki runnu í sjóðina á meðan Bretar tóku út refsinguna fyrir að hlaupa burt.  Kannski fóru þeir í merkilegar rannsóknir sem ekki er sagt frá af einhverjum ástæðum.  Kannski fóru þeir í eitthvað allt annað sem bresk stjórnvöld töldu merkilegra.  Kannski var þeim öllum eytt í vitleysu.    Erfitt að að svara því, en hitt er víst að breskir vísindamenn gátu nýtt drjúgan tíma til rannsókna, sem annars hefði farið í að skrifa umsóknir til Evrópusambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 154
  • Sl. sólarhring: 332
  • Sl. viku: 2563
  • Frá upphafi: 1165937

Annað

  • Innlit í dag: 128
  • Innlit sl. viku: 2219
  • Gestir í dag: 124
  • IP-tölur í dag: 124

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband