Leita í fréttum mbl.is

Bannað

Fyrir nokkrum áratugum bárust öðru hverju fréttir af því að menn hefðu verið nappaðir fyrir "and-sovéskan áróður" í Sovétríkjunum sálugu. Þá hristu vesturlandabúar höfuðið og prísuðu sig sæla fyrir að búa við þokkalegt frelsi til orðs og æðis. 

Það er af sem áður var.  Evrópusambandið bannar fréttasíður sem því finnst vondar og sett hafa verið lög sem bera skammstöfunina DSA og eiga að taka á illmælgi og því sem Evrópusambandinu finnst að ekki eigi að segja. Maður að nafni Elon Musk hefur verið stórtækur á netinu og hann fékk um daginn viðvörun frá Evrópusambandinu.  Sagt er að hann íhugi að hætta að bjóða þegnum sambandsins þjónustu sína. 

Viðvörun Evrópusambandsins er forvitnilegur lestur, en hana má sjá ef smellt er á tengilinn hér að neðan.  Í henni segir m.a.:

... when you receive notices of illegal content in the EU, you must be timely, diligent and objective in taking action and removing the relevant content when warranted. We have, from qualified sources, reports about potentially illegal content circulating on your service despite flags from relevant authorities.

Ekkert er nýtt undir sólinni segja þá þeir sem muna fréttir frá Sovétríkjunum.

https://www.theguardian.com/technology/2023/oct/10/eu-warns-elon-musk-over-disinformation-about-hamas-attack-on-x


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 41
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2004
  • Frá upphafi: 1176858

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 1826
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband