Leita í fréttum mbl.is

Sjö minnispunktar

Þessa dagana fara sumir mikinn í umræðu um vaxtamál og evru.  Rétt er að rifja upp nokkur atriði í því sambandi.

  1. Raunvextir eru mælikvarði á verð á lánsfé, ekki nafnvextir. Raunvextir á íbúðalánum á Íslandi eru frá því að vera neikvæðir upp í um 4%.  Það er ekki sérlega hátt í sögulegu samhengi.
  2. Þung greiðslubyrði kallar á tæknilegar útfærslur, ekki breytingu á gjaldmiðli.
  3. Ekki er augljóst samhengi milli stærðar myntsvæða, raunvaxta og verðbólgu.
  4. Í sumum löndum, innan og utan Evrópusambandsins má segja að gefið sé með lánsfé. Raunvextir eru með öðrum orðum neikvæðir.  Deila má um hvort slíkt sé réttlátt, en í því sambandi er rétt að hafa í huga að eignamenn skulda oft mikið.  Þeir hafa eignir sínar gjarnan bundnar í fyrirtækjum og fasteignum.  Stærstu lánveitendur eru iðulega eftirlaunasjóðir.
  5. Sé pólitískur vilji til þess að færa peninga frá fjármagnseigendum til skuldara er hægur vandi að hækka fjármagnstekjuskatt og vaxtabætur. Það er miklu nærtækara og margfalt einfaldara en að taka upp nýjan gjaldmiðil sem óvíst er hvernig muni hegða sér í framtíðinni.  
  6. Ekkert bannar evrópskum bönkum að stofna útibú á Íslandi. Þeir virðast bara ekki hafa áhuga á því.  Ekki er augljóst að áhugi þeirra yrði meiri þótt evra væri notuð á Íslandi.  Bankamenn kunna upp til hópa að reikna verðgildi peninga í ólíkum gjaldmiðlum.  Þeir kunna líka á ýmis konar framvirka gengissamninga og finnst gaman að selja svoleiðis.
  7. Verulegt óhagræði er af því að nota gjaldmiðil sem er ekki í neinu sambandi við efnahagsástandið. Færa má fyrir því rök að öreigar tapi mestu á slíku fyrirkomulagi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 44
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 2007
  • Frá upphafi: 1176861

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1827
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband