Leita í fréttum mbl.is

Undarlegur málflutningur sprettur upp

Hæstiréttur Noregs hleypti 3. orkupakkanum í gegn.  Það eru vissulega vonbrigði, en félagar okkar í Noregi liggja nú yfir dómnum og meta næstu skref.  

Á Íslandi eru sprettur þá upp umræða sem minnir á fáránleikann í orkupakkaumræðunni, en hann fólst í því að helstu rök með orkupakkanum voru þau að það væri alls ekki alveg öruggt að aðild að orkubandalagi Evrópusambandsins yrði Íslandi til mjög mikils tjóns. 

Engum tókst að útskýra kostina við að gangast undir orkulöggjöfina!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

RÚV talar um "tilfærslu valds" í stað þess að nefna framsal fullveldis. Það má ekki. Hvernig getur "tilfærsla valds" verið annað en framsal á fullveldi að mati RÚV? Hið rétta er að innleiðing 3. orkupakkans í norsk lög var framsal á fullveldi Noregs til ESB. Íslenska stjórnarskráin leyfir ekki slíkt framsal á meðan sú norska leyfir það ef framsalið er lítið. Málið í Noregi snérist því um það hvort framsalið var mikið eða lítið og komst Hæstiréttur Noregs að þeirri niðurstöðu að framsalið væri það lítið að það þyrfti ekki aukinn meirihluta í norska þinginu til að samþykkja það. Þessi niðurstaða staðfestir því að um fullveldisafsal var að ræða engu að síður sem er algjörlega andstætt íslensku stjórnarskránni. Alþingi Íslendinga braut því á stjórnarskránni 2019 með innleiðingu 3. orkupakkans. Framsal á valdi er stjórnarskrárbrot á Íslandi. Næst halda þeir því eflaust fram á RÚV að Bókun 35 feli í sér "tilfærslu" á löggjafarvaldi Alþingis til ESB en ekki framsal á fullveldi Íslands. Þegar ESB-sinnar ræða við ESB-sinna um ESB verður útkoman gjarnan ESB-sinnuð.

Júlíus Valsson, 3.11.2023 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 1740
  • Frá upphafi: 1176913

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1578
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband