Leita í fréttum mbl.is

Niður á við

Evrópusambandið vill stækka – til austurs í þetta sinn. 

Þar eru fyrir samfélög þar sem hugmyndir um ýmis konar mannréttindi og lýðræði eru ekki með alveg sama hætti og flestir þeir sem þetta lesa eiga að venjast. 

Þar eru fyrir samfélög sem eiga lítið af peningum og sagt er að drjúgur hluti þess sem þó er aflað, hverfi eftir óútskýrðum leiðum.    Fátækrahjálp Evrópusambandsins fær ný og stór verkefni.  Það verður ekki auðvelt að eiga við þau þegar Bretar hættir að borga og aðrir, sem hingað til hafa borgað, eiga í erfiðleikum, m.a. vegna orkuskorts.  Ekki kæra núverandi þurfamenn sig um að þeirra styrkir verði skertir.  Það stefnir í að baráttan um brauðið í Evrópusambandinu harðni.  

Samband sem leitast við að vera lýðræðislegt í einhverjum skilningi verður alltaf einhvers konar meðaltal af ástandi samfélaganna sem mynda það.   Það horfir ekki gæfulega fyrir meðalástandið í Evrópusambandinu, hvort sem litið er til peninga eða annarra mála.  

Allt þetta minnir okkur á að gæta þess að Ísland sogist ekki lengra inn í sambandið en orðið er og að taka til endurskoðunar þá fjötra sem settir hafa verið á íslenskt samfélag að þarflausu og til tjóns, í því skyni einu að þóknast stórveldunum á meginlandi Evrópu og fylgiríkjum þeirra.

https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/statement_23_5641


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 155
  • Sl. sólarhring: 325
  • Sl. viku: 2564
  • Frá upphafi: 1165938

Annað

  • Innlit í dag: 129
  • Innlit sl. viku: 2220
  • Gestir í dag: 125
  • IP-tölur í dag: 125

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband