Leita í fréttum mbl.is

Liðkað til fyrir afnámi lýðræðis

Fram er komin á Alþingi tillaga um að liðka til fyrir breytingum á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.

Það er varla launungarmál að megintilgangur tillögu af þessu tagi er að auðvelda framsal á ríkisvaldi til vandalausra í útlöndum.   Áhugamenn um slíkt gera sér grein fyrir að eina leiðin til að gera það er að búa svo um hnúta að það megi gera hratt og fumlaust á örskömmum tíma, t.d. á meðan þjóðin er að reyna að ná áttum eftir hrun eða ámóta áfall.

Væri ekki farsælla fyrir áhugamenn um stjórnmál að finna sér verðugri verkefni en að grafa undan stjórnarskrá lýðveldisins og liðka til fyrir afnámi lýðræðis?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haldið það sé nú!!! Þetta fólk virðist ekkert vita, hvað það er að gera. Það ætti að setja það í sögutíma, þar sem rifjuð er upp saga þeirra alda í Íslandssögunni, þar sem Ísland var undir Dani sett. Við vorum ekkert of haldin af því sambandi, eins og sagan sýnir. Menn kvörtuðu mikið undan fjarlægðinni við valdið. Að láta sér detta í hug að ræna Íslendinga sjálfstæði sínu á sama tíma og bæði Færeyingar og Grænlendigar og fleiri þjóðir eru að sækjast eftir fullu sjálfstæði og fullveldi, er ekki aðeins grátbroslegt heldur rakin heimska. Ég get ekki sagt annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2023 kl. 13:20

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vandalausir í útlöndum hafa heldur betur  náð að gabba níliða og úrbrædda stjórnatliða upp úr skónum. Við óbreyttir bregðumst skjótt við rétt eins og hjálparsveitin og líðræðir lifir. 

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2023 kl. 15:29

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Lýðræðið!

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2023 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 21
  • Sl. sólarhring: 367
  • Sl. viku: 1956
  • Frá upphafi: 1184363

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1684
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband