Leita í fréttum mbl.is

Hver á að ráða heilbrigðismálum? - Skýrsla að lenda

Furðu lítil umræða hefur verið um samninga og samskipti við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) sem sækist eftir auknu valdi yfir þegnum jarðar. Þar er ýmislegt að varast og ekki er laust við að margir bíði óþreyjufullir eftir að fá að lesa það sem Arnar Þór Jónsson, fv. dómari hefur tekið saman um málið. 

Arnar Þór segir þetta m.a.í Morgunblaðinu:

 Á þessum vettvangi þurfa menn að standa vaktina og verja fullveldið, ellegar vera reiðubúnir að hafna breyttum reglum með beinni yfirlýsingu þar að lútandi. Vakandi hagsmunagæsla fellur undir starfshlutverk kjörinna fulltrúa. Fullveldisréttur þjóða er fjöregg þeirra og forsenda virks lýðræðis. Umræðu um þau mál á ekki að drepa á dreif eða reyna að jaðarsetja með órökstuddum fullyrðingum og óígrunduðum staðhæfingum. Ég skora á alþingismenn að kynna sér minnisblað sem ég hef unnið um þessi mál og sent verður þeim öllum síðar í dag. Þeirri hvatningu er sérstaklega beint til heilbrigðisráðherra og mun ég afhenda honum minnisblaðið í eigin persónu á fundi okkar í dag.

Hér verður skýrslan sem fengið hefur hið hógværa heiti "minnisblað" birt í dag, 30. nóvember 2023: 

https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2296861/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 46
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 2009
  • Frá upphafi: 1176863

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 1829
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband