Leita í fréttum mbl.is

Ísland fullvalda í 105 ár

Í dag höldum við upp á 105 ára afmæli fullveldis Íslands.   Segja má að fullveldið sé gjöfulasta auðlind Íslendinga, því án þess væri óvíst með nýtingu annarra auðlinda og allt eins líklegt að flest væri í doða og dáðleysi á Íslandi.

Fjölmargir Íslendingar taka reglulega til máls um mikilvægi fullveldis, og eftir því sem meira er sótt að fullveldinu, því fleiri verða raddirnar sem koma því til varnar. Hjörtur J. Guðmundsson er einn þeirra manna sem ekki hefur setið þegjandi.  Sómi er af skrifum hans á vefinn fullveldi.is. Hjörtur ritar fullvediskveðju á Fasbókarsíðu sína og gerum við hana að kveðju okkar til landsmanna:

 

Fullveldisdagurinn er í dag en á þessum degi árið 1918 varð Ísland sem kunnugt er frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna við Danmörku. Lýðveldið var síðan stofnað 17. júní 1944. Höfðu Íslendingar þá verið undir erlendri yfirstjórn í rúma sex og hálfa öld. Sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar lauk þó hvorki 1918 né 1944. Fram að því snerist baráttan um það að endurheimta valdið yfir málum hennar en síðan um það að tryggja að það sem ávannst glatist ekki. Sjálfstæðisbaráttunni lýkur þannig aldrei frekar en annarri frelsisbaráttu.
Hér fyrir neðan eru nokkrar valdar tilvitnanir í valinkunna einstaklinga í tilefni dagsins:
 
„Veraldarsagan ber ljóst vitni þess að hverri þjóð hefir þá vegnað bezt þegar hún hefir sjálf hugsað um stjórn sína og sem flestir kraftar hafa verið á hræringu.“
Jón Sigurðsson forseti.
 
„Fylkið ykkur jafnan undir merki þeirra, er vilja vernda og efla íslenzkt þjóðerni og íslenzka tungu, og reynið ávallt að fylgja málstað þeirra sem berjast fyrir því sem er rétt, gott og fagurt.“
Margrét Jónsdóttir, skáld og höfundur ljóðsins Ísland er land þitt.
 
„Ranghverfð og öfugsnúin ættjarðarást hefur oft verið höfð við undirgosið, þegar blásið var að glóðum ófriðar. Slíkt er auðvitað að afhenda fjandanum góða Guðs gjöf …“
Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup Íslands.
 
„Við þurfum að gera skýran greinarmun á heilbrigðri ættjarðarást annars vegar, virðingu fyrir landi og sögu og gleði yfir þeim góðu þáttum sem sameina okkur, og þjóðrembu hins vegar, drambi og tortryggni í garð annarra, öfgahyggju og þröngsýni.“
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
 
„Á þessum þjóðfrelsisdegi heiðrum við minningu þeirra ótöldu Íslendinga sem í orði og verki lögðu grunn að því þjóðríki sem við tókum í arf. Það er okkar að gæta fengins frelsis og við megum ekki gleyma liðinni tíð og tapa áttum. Staðfastur vilji til að ráða lífi okkar og gerðum skiptir meginmáli.“
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 107
  • Sl. sólarhring: 353
  • Sl. viku: 2516
  • Frá upphafi: 1165890

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 2185
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband