Leita í fréttum mbl.is

Kjarni Evrópuhugsjónarinnar, fátækrahjálp og öryggi Íslendinga

 

Í grein í Heimildinni 11. desember sl. fer Ole Anton Bieltvedt nokkrum orðum um Evrópuhugsjónina svokölluðu og kemst nokkuð nærri kjarna máls þegar kemur að hinum raunverulegu rökum fyrir innlimun Íslands í Evrópusambandið.

Ole Anton telur að Íslendingar eigi að „leggja þar til þau gæði, sem landið og þjóðin býr yfir, til tryggingar álfunni og þjóðabandalagi hennar“.  Hann fer mörgum orðum um að Evrópumenn standi framar öðrum hvað varðar flest sem gott þykir, Evrópa sé „miðstöð lýðræðis, baráttunnar gegn spillingu, mannréttinda, virðingar við jörðina, velferðar og öryggis.“  Síðast en ekki síst telur hann að öryggi Íslendinga mannréttindum og lýðræði sé best borgið ef Íslendingar afsala sér landsréttindum sínum til gömlu evrópsku nýlenduveldanna.  Fer þá að kárna gamanið því Ole Anton segir nefnilega réttilega að þjóðarleiðtogar hafi verið með ýmsum hætti í Evrópu, sumir ægilega vondir. 

Hættulegt er smáþjóð að færa slíkum félagsskap fjöregg sitt.  Það verður fyrr eða síðar soðið og étið af einhverjum af þeim vondu.

 

Fátækrahjálp

Það er falleg hugsjón að hjálpa fátækum og hún skín í gegn í orðum Ole Antons sem er þekktur fyrir að vera málsvari málleysingja.  Það verður þó ekki gert með því að afhenda Evrópusambandinu eitt eða neitt, þó ekki væri nema vegna þess að stærstu þjóðirnar í því eru með þeim ríkustu í heiminum.  Þeir fátæku eru í Asíu og Afríku.  Það má færa fyrir því góð rök að okkur beri að hjálpa þessum fátæku þjóðum, en það gerum við vitaskuld ekki með því að afhenda þarlendum stjórnvöldum völd yfir auðlindum Íslands, heldur með því að kenna sem vilja læra til verka eða borga fyrir önnur þörf og uppbyggileg verkefni.

 

 

Pútín í hlaðvarpanum

Þá má skilja Ole að landsréttur Íslendinga sé sanngjarnt verð fyrir tryggingu fyrir lýðræði og mannréttindum og að Íslendingar verði fyrst öruggir þegar þeir eru komnir í einhvers konar framtíðarhernaðarbandalag með gömlu nýlenduveldunum á meginlandi Evrópu. 

Menn hljóta þá að spyrja sig hvað ógni Íslendingum.  „Pútín og hans menn“  kynni einhver að svara.  Það er afar langsótt af ýmsum ástæðum, en telji einhver að það halli á vesturlönd í vígvæðingu þá er að líta á að NATÓ eyðir nú þegar um 20 sinnum meira til hernaðar en Rússar.  Það er nokkuð augljóst að eitthvað fleira en ótti við Rússa drífur áfram aukin framlög margra Evrópuríkja til hervæðingar og spurning hvort nokkur Íslendingur vilji með í þá vegferð.  

Sá Íslendingur sem ber ugg í brjósti gæti líka spurt sig hvort hann telji líklegt að Bandaríkjamenn og Bretar mundu sætta sig við að ríki, þeim óvinveitt, tæki land á Íslandi og reisti þar herstöð með eða án samþykkis Íslendinga. Svarið er augljóst.  Í framhaldi af því gæti hann spurt sig hvort skynsamlegt væri að Íslendingar gengju í hernaðarbandalag sem hvorki Bretar né Bandaríkjamenn væru aðilar að og gæti lent í andstöðu við þá einhvern tímann í framtíðinni, þótt það sé kannski ekki líklegt núna. 

Síðast en ekki síst verður ekki horft framhjá því að margt bendir til að mannréttindi og jafnvel lýðræði standi höllum fæti í Evrópusambandinu.  Í kóvitfaraldrium gengu mörg lönd Evrópusambandsins miklu lengra en tilefni var í því að skerða mannréttindi og mun lengra en íslensk stjórnvöld.  Sterk hreyfing er í átt til aukins eftirlits með þegnum Evrópusambandsins og ritskoðun hefur verið hert.  Þar eru sumir fjölmiðlar bannaðir.  Í Austur-Evrópu er nýbúið að drepa og limlesta á aðra milljón manna.  Mannréttindi þeirra fórnarlamba voru vegin og léttvæg fundin af Evrópusambandslöndunum og fleirum sem líka kyntu ófriðarbálið af öllum mætti.  Í meginatriðum er allt þetta gert með stuðningi eða þegjandi samþykki þegna sambandsins.  Það er mjög umhugsunarvert. 

 

Alltaf sama niðurstaða

Eflaust má margt bæta á Íslandi, en í þessum efnum standa Íslendingar einfaldlega framar flestum ríkjum Evrópusambandsins.  Það er því vægast sagt öfugsnúið að kaupa Evrópusambandið til að verja mannréttindi á Íslandi og borga fyrir með aleigunni.

Það er sama hvernig fátæktar-, mannréttinda- og svokölluðum öryggismálum er snúið, niðurstaðan verður alltaf sú að gæta beri fullveldis Íslands.  Í leiðinni má minnast þess að stjórnvald sem tapast á einum degi getur tekið mannsaldra að endurheimta.  Það sýnir sagan. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 39
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 2002
  • Frá upphafi: 1176856

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 1824
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband