Leita í fréttum mbl.is

Kjarninn dafnar, en jaðarinn fúnar

Í safaríku viðtali á Útvarpi sögu fjallar Arnar Þór Jónsson, frambjóðandi til embættis forseta Íslands um sitthvað sem varðar lög og samfélag. Í upphafi viðtalsins er rætt um það einkenni stórvelda að valdamiðjan dafnar, en jaðarhreppar koðna niður.  Dæmi eru nefnd úr fornöld og frá síðari tímum, þegar sól Vínarborgar skein hvað skærast, en ólæst fólk við ystu mörk ríkisins lapti dauðann úr skel.  Dæmin eru óteljandi og raunar er það svo að það er erfitt að finna hið gagnstæða, þ.e. dæmi um að jaðarsvæði dafni á kostnað höfuðstaðar.

Í Evrópusambandinu er þetta vitaskuld eins.  Miðja valdsins er í gömlu evrópsku nýlenduveldunum á meginlandi Evrópu.  Miðjan dafnar og sveitirnar þar í kring líka.  Þangað flytur fólkið af jaðrinum.

Örlög Íslands í Evrópusambandi gömlu nýlenduveldanna yrðu að vera Hornstrandir Evrópusambandsins.  Þar fengi einhver starfsemi að dafna á meðan hún nyti sérstaks velvilja stjórnvalda.  Stjórnvöld koma og fara og enginn veit hversu lengi velviljinn entist.  Kannski í 2 ár, kannski í 20 ár, en aldrei til langframa.

Ástæða er til að mæla með viðtalinu við Arnar Þór.  Það var sent út á þrettándanum og er gott til hlustunar.

https://utvarpsaga.is/arnar-thor-jonsson-forsetaframbjodandi-verdum-ad-verja-sjalfstaedi-og-fullveldi-islands/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 384
  • Sl. sólarhring: 481
  • Sl. viku: 2465
  • Frá upphafi: 1188601

Annað

  • Innlit í dag: 340
  • Innlit sl. viku: 2236
  • Gestir í dag: 321
  • IP-tölur í dag: 313

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband