Leita í fréttum mbl.is

Maður veit aldrei hvenær það skiptir höfuðmáli

Hugsum okkur Ísland í Evrópusambandi árið tvö þúsund og súrkál.  Það byrjar að gjósa á Reykjanesi og allt flug er stöðvað.

 

Svona gæti fréttin hljóðað: 

 

Landstjóri Íslands hefur ítrekað beiðni um undanþágu frá reglum um flug.  Hann bendir á að ekki sé um að ræða öskugos og engin hætta á ferðum fyrir flug til og frá Keflavíkurflugvelli.

Ekki náðist í neinn í stjórn Evrópusambandsins, en talsmaður ráðuneytis flugmála í Frankfurt áréttaði að samkvæmt reglum væri óheimilt að fljúga nálægt eldgosi og skipti þá engu hvernig vindar blási eða hvað sé í stróknum.   Reglurnar væru settar til að tryggja öryggi þegna Evrópusambandsins og lausung í þeim málum mundi hefna sín.  Ekki kæmi til greina að víkja frá þeim. 

Ráðuneyti smærri ríkja í Evrópusambandinu hefur bent á að heimilt sé að fljúga til Egilsstaða og að Íslendingar geti sótt um stuðning í hamfarasjóð sambandsins.  Umsókn yrði afgreidd strax á næsta ári og hægt verður að greiða úr sjóðnum um leið og nauðsynlegar ráðstafanir til að afla sjóðnum tekna hafa verið gerðar.

 

Maður veit aldrei hvenær fullveldi skiptir höfuðmáli

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 45
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 2008
  • Frá upphafi: 1176862

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1828
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband