Leita í fréttum mbl.is

Fullveldissinni fallinn frá

Peter Ørebech er fallinn frá.  Peter var afar ötull fullveldissinni sem skrifaði ótal greinar og skýrslur til að útskýra fyrir Norðmönnum, og Íslendingum, mikilvægi fullveldis og hvílík ósvinna það væri að afhenda erlendu sambandsríki völd í Noregi, eða á Íslandi.  Peter kom oftar en einu sinni til Íslands, síðast í tengslum við umræðuna um þriðja orkupakkann.  Hann var andans maður, vel lesinn og kom vel fyrir.  Eins og títt er um Norðmenn hafði Peter mikinn áhuga á íslensku samfélagi og sögu Íslands.  Hann heimsótti ýmsa staði á landinu, en einn varð þó útundan, það var Eyrarbakki.  Peter hafði hug á að líta þann stað sem nafn hans væri dregið af, þó með nokkuð óbeinum hætti væri. Það fór því miður ekki svo að hann færi austur á Eyrarbakka í síðustu heimsókn sinni, þótt það stæði til.  Það minnir okkur á að ekki er alltaf gott að slá verkum á frest.  Heimssýn þakkar Peter Ørebech samfylgd og stuðning.  Blessuð sé minning hans. 

 

https://neitileu.no/aktuelt/peter-orebech-19482024


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 489
  • Sl. sólarhring: 500
  • Sl. viku: 2327
  • Frá upphafi: 1187554

Annað

  • Innlit í dag: 451
  • Innlit sl. viku: 2071
  • Gestir í dag: 425
  • IP-tölur í dag: 417

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband