Leita í fréttum mbl.is

Ritskoðunarmenning

Í hvert sinn sem Íslendingar heimsækja Evrópusambandið gefst þeim tækifæri til að rifja upp að þeir stíga inn í annan menningarheim.  Heim þar sem ávallt hefur verið stutt í að stjórnvöld grípi til stórfelldra mannfórna.  Reyndar er það svo að ein af helstu ástæðum tilvistar Evrópusambandsins er að reyna að hafa hemil á manndrápunum og eyðileggingunni.  Það er reyndar með misjöfnum árangri, því þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún heim um síðir.  Núna eiga stærstu ríki Evrópu í stríði með misbeinum hætti, og Evrópusambandið er þar líka, á bólakafi í drullunni.    

Þessi árátta á sér ýmsa anga, eins og t.d. að banna fjölmiðla sem gætu talað gegn stjórnvöldum, og stríðinu ef og þegar stjórnvöld eru í stríði.  Þegnar ólíkra landa eru í misgóðri aðstöðu til að mótmæla ritskoðun, en kannski skiptir það litlu máli.  Fáir, ef nokkrir, mótmæla ritskoðun Evrópusambandsins á rússneskum fjölmiðlum, þótt líklega kæmust menn upp með það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Talandi um ritskoðun þá hvet ég alla sjálfstæðis- og fullveldissinna til að kynna sér vandlega efni Fjölmiðlafrumvarps menningar- og viðakiptaráðherra: 

https://www.althingi.is/altext/154/s/0032.html

og lesa athugasemdir Birgis Arnar Steingrímssonar við frumvarpið:

https://www.althingi.is/altext/erindi/151/151-2588.pdf

Júlíus Valsson, 20.1.2024 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 100
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 2509
  • Frá upphafi: 1165883

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 2179
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband