Leita í fréttum mbl.is

Fæstir nenna að hlusta

Sagt er að Róbert Spanó sem skrifaði um bókun 35 í Morgunblaðið 22. febrúar sl. hafi um hríð gist sali embættismanna á meginlandi Evrópu og fengist við að segja Evrópuríkjum til.  Alkunna er að í þeim menningarheimi er talið mikið framfaramál að færa sem mest vald í Evrópusalina og skilja sem minnst af því eftir hjá óupplýstum skríl í afkimum Evrópu.   Við reynum að taka því fólki af umburðarlyndi, þótt fæstir nenni að hlusta á það lengi í einu.

Það hefði þó verið vert að hlusta ef Róbert hefði útskýrt hvers vegna bókun 35 varð eftir þegar EES var samþykktur fyrir 30 árum síðan. Hann gerði það ekki, svo það er best að við gerum það hér.

  1. EES hefði að öllum líkindum ekki komist í gegnum Alþingi með bókun 35.
  2. Meiri samstaða hefði verið með þeirri túlkun að EES gengi gegn stjórnarskrá lýðveldisins.

Hvort um sig hefði dugað til að slátra EES-samningnum á sínum tíma.  

Við svona aðstæður bregða Evrópusinnar á gamalkunnugt ráð.  Ef bitinn er of stór, þá er bara að skera í smærri bita og koma þeim þannig niður.   Fyrst má koma EES strípuðum í gegn, svo getur bókun 35 fylgt þegar meltingarfærin eru tilbúin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þeir einu sem eru andstæðir stjórnarskrá Íslands og lýðræði er heimssýn og stuðningur þess við alræði með öllu sem því fylgir.

Andstaða heimssýn við lýðræði, réttlæti og góð stjórnmál sést í baráttu þeirra gegn Evrópusambandinu og óbeinum og jafnvel beinum stuðningi við alræðið í rússlandi.

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið hrein hörmung og Brexit er misheppnað að öllu og algjöru leiti. Þetta er jafnvel að taka niður Bretland í heild sinni.

Þetta er það sem heimssýn vill færa íslendingum. Misheppnuð stjórnmál og einangrun, stjórnmálalega og efnahagslega.

Jón Frímann Jónsson, 25.2.2024 kl. 01:15

2 identicon

Sælir Heimssýnar menn - svo og Jón Frímann rithöfundur, og þið önnur:: velunnarar hreyfingarinnar !

Jeg ræddi; strax vorið 2021 við Harald Ólafsson veðurfr., og einn helzta leiðara og frammámann Heimssýnar þann möguleika, að fjelagsskapurinn (Heimssýn) byði fram í þingksningunum í September, það sama ár.

Taldi Haraldur; öll tormerki á, að af þingframboði þeirra gæti orðið, þó svo jeg marg benti honum á, við hvers lags ljelegheit væri við að etja í þeim sömu kosningum, sem á daginn kom, þó svo þau Inga Sæland og hennar sleckti hafi sýnt ýmsa ágæta spretti í þinginu, reyndar.

Enn á ný; vil jeg hvetja ykkur Haraldur, til þess að sýna nú þann dug, sem ætla mætti af ykkur, og bjóða ykkur fram, í þeim næstu kosningum:: hvenær, sem þær nú kynnu að verða.

Flokk fólksins; skortir afgerandi þjóðerniskennd, til þess að verða frekar gildandi, að óbreyttu a.m.k.

Miðflokkur; Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, er haldinn einhverjum þeim svefndrunga, sem ómögulegt er að átta sig á - hafa til dæmis ekki haft kjark til, að ákæra : Bjarna Benediktsson / Katrínu Jakobsdóttur nje Sigurð Inga Jóhannsson fyrir þær gripdeildir og rupl, sem þau hafa iðkað úr almanna vösum, (utan eiginlegra og hefðbundinnar skattheimtu).

Sósíalistaflokkur; Gunnars Smára Egilssonar mun, fari sem horfi ekki ná neinum vitrænum árangri í þingkosningum, verandi með þá Marx - Engels og Lenín að draugazt í aftursætinu / virkar ekki á heilbrigt fólk, þá í kjörklefa landsins er komið - árangur Sósíalistanna í Reykjavíkur kosningunum má heimfæra alfarið:: upp á einurð og heiðarleika Sönnu Magdalenu Mörtudóttur sjálfa - ekki flokksheitið.

Tek fram; að jeg hefi margsinnis hvatt Gunnar Smára símleiðis, til þess að taka upp aðra nafngift, t.d. Verkamannaflokk Íslands, Marx - Engels - Lenín, að ógleymdum hinum Venezuelska Madúró virka alla vega ekki.

Jón Frímann !

Minni þig bara á; að við erum að 65% Ameríku megin hryggjarins (landfræðilega og jarðfræðilega) og megum bara vera stolt af því, ágæti drengur.

Burt sjeð; frá Evrópu tengzlum, er viti mest, að stórauka samskiptin við : Ameríkurnar þrjár - Asíu - Afríku og Ástralíu hjeðan í frá, högnumst mikið frekar á því en hitt, Jón minn Frímann !

Með beztu kveðjum; af Suðurlandi /         


Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.2.2024 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 366
  • Sl. viku: 1965
  • Frá upphafi: 1184372

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 1693
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband