Leita í fréttum mbl.is

Að kalla skóflu skóflu

Í yfirstandandi kosningabaráttu spyrja margir um afstöðu til Evrópusambandsaðildar. 

Þó það nú væri!   Eðilegt er að kjósendur fái að vita hvaða skoðun forseti hafi á því hver eigi að setja lög á Íslandi.

Í ljós hefur komið að sumir telja enn að hægt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu til að „sjá hvað sé í boði“.  Það hefur ávallt verið ljóst hvað í boði er, allir fulltrúar Evrópusambandsins eru á einu máli um það.  Í boði er að gangast undir vald sambandsins, lög og dóma, eins og þau eru nú og eins og þau verða í framtíðinni.  Flóknara er það ekki.   Aðildarferlið snýst um að laga sig að þeirri staðreynd.  „Samningaviðræður um aðild“ eru skrauthvörf fyrir aðildarferli. Á það hafa fulltrúar Evrópusambandsins líka margoft bent.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var skilyrðislaus ósk um aðild að sambandinu. Þegar ósk af því tagi hefur verið samþykkt fer í gang ferli sem miðar að því að laga löggjöf hins verðandi aðildarlands að löggjöf sambandsins.  Þegar því ferli er lokið má segja að landið sé í framkvæmd komið í sambandið og að atkvæðagreiðsla um aðild sé bara formsatriði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist nú ekki betur, að við séum á leiðinni inní ESB í gegnum EES-samninginn, og enginn á Alþingi viðrist átta sig á því né vilja einu sinni viðurkenna það, hvað þá annað, þegar samþykktir á alls konar kröfugerðum frá ESB, renna í gegn um þingið, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hvar eru þjóðhollu og lýðveldishollu Íslendingarnir í dag eiginlega? Meira að segja Jón Baldvin áttar sig á, hvað er að gerast og segist stórsjá eftir því að hafa komið Íslandi inn í EES, og segir í öllum viðtölum um þessi mál, að hann hefði alls ekki gert það, ef hann hefði séð það fyrir, hvernig þróunin yrði í ljósi þess, sem er að gerast í dag í þessum efnum, eða hann vitað, hvað ESB ætlaði sér, þótt bæði þingmenn Alþýðubandalagsins og margir fleiri, þar á meðal faðir minn(sem var einn af frammámönnum í Alþýðuflokknum á þeim tíma, en alltaf á móti ESB-aðild fiskimiðanna vegna sem formaður Sjómannasambands Íslands), segðu þá þegar, að þetta væri inngöngudyrnar að ESB, og hefði þess vegna verið alfarið á móti því, að Ísland tengdist EES-samningnum.Jón Baldvin hefur því talað um það, að það þyrfti að taka EES-samninginn og aðildina að honum til gagngerrar endurskoðunar og semja upp á nýtt. Enginn hlustar á Jón Baldvin, þótt hann hafi lög að mæla þar. Því miður. Þetta er hörmung. Ég get ekki sagt annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2024 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 1742
  • Frá upphafi: 1176915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1580
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband