Mánudagur, 6. maí 2024
Að kalla skóflu skóflu
Í yfirstandandi kosningabaráttu spyrja margir um afstöðu til Evrópusambandsaðildar.
Þó það nú væri! Eðilegt er að kjósendur fái að vita hvaða skoðun forseti hafi á því hver eigi að setja lög á Íslandi.
Í ljós hefur komið að sumir telja enn að hægt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu til að sjá hvað sé í boði. Það hefur ávallt verið ljóst hvað í boði er, allir fulltrúar Evrópusambandsins eru á einu máli um það. Í boði er að gangast undir vald sambandsins, lög og dóma, eins og þau eru nú og eins og þau verða í framtíðinni. Flóknara er það ekki. Aðildarferlið snýst um að laga sig að þeirri staðreynd. Samningaviðræður um aðild eru skrauthvörf fyrir aðildarferli. Á það hafa fulltrúar Evrópusambandsins líka margoft bent.
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var skilyrðislaus ósk um aðild að sambandinu. Þegar ósk af því tagi hefur verið samþykkt fer í gang ferli sem miðar að því að laga löggjöf hins verðandi aðildarlands að löggjöf sambandsins. Þegar því ferli er lokið má segja að landið sé í framkvæmd komið í sambandið og að atkvæðagreiðsla um aðild sé bara formsatriði.
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 29
- Sl. sólarhring: 496
- Sl. viku: 2536
- Frá upphafi: 1166296
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2173
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist nú ekki betur, að við séum á leiðinni inní ESB í gegnum EES-samninginn, og enginn á Alþingi viðrist átta sig á því né vilja einu sinni viðurkenna það, hvað þá annað, þegar samþykktir á alls konar kröfugerðum frá ESB, renna í gegn um þingið, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hvar eru þjóðhollu og lýðveldishollu Íslendingarnir í dag eiginlega? Meira að segja Jón Baldvin áttar sig á, hvað er að gerast og segist stórsjá eftir því að hafa komið Íslandi inn í EES, og segir í öllum viðtölum um þessi mál, að hann hefði alls ekki gert það, ef hann hefði séð það fyrir, hvernig þróunin yrði í ljósi þess, sem er að gerast í dag í þessum efnum, eða hann vitað, hvað ESB ætlaði sér, þótt bæði þingmenn Alþýðubandalagsins og margir fleiri, þar á meðal faðir minn(sem var einn af frammámönnum í Alþýðuflokknum á þeim tíma, en alltaf á móti ESB-aðild fiskimiðanna vegna sem formaður Sjómannasambands Íslands), segðu þá þegar, að þetta væri inngöngudyrnar að ESB, og hefði þess vegna verið alfarið á móti því, að Ísland tengdist EES-samningnum.Jón Baldvin hefur því talað um það, að það þyrfti að taka EES-samninginn og aðildina að honum til gagngerrar endurskoðunar og semja upp á nýtt. Enginn hlustar á Jón Baldvin, þótt hann hafi lög að mæla þar. Því miður. Þetta er hörmung. Ég get ekki sagt annað.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2024 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.