Leita í fréttum mbl.is

Lóðbeint til helvítis

Það er mikilvægt að rifja öðru hverju upp lærdóminn af Brexit. 

Í fyrsta lagi er ekki ætlast til að lönd yfirgefi Evrópusambandið, og líklega ekki heldur EES.  Sambandið gerir það sem það getur til að koma í veg fyrir það.

Í öðru lagi skellur á syndaflóð af heimsendaspám í hvert sinn sem eitthvað kemur til umræðu sem stríðir gegn samrunaþróun Evrópu.   Þannig var það í Noregi og Svíþjóð þegar gengið var til atkvæða um aðild þessara landa að sambandinu.  Þannig var líka í tengslum við Brexit.  Ótrúlegasta fólk og fjölmiðlar trúðu því að Bretar mundu sigla lóðbeint til helvítis ef þeir skildu við sambandið. 

Annað hefur heldur betur komið á daginn.  Hjálagður er nýlegur bæklingur breska viðskiptaráðuneytisins sem staðfestir að í efnahagsmálum gengur Bretum ýmist betur eða álíka vel og öðrum stórríkjum í Evrópu. Horfurnar fyrir Bretland eru líka betri en horfurnar á meginlandinu.  Af einhverjum ástæðum fer fáum sögum af þessum málum.  Það er svosem ekki nýtt að gömlu evrópsku nýlenduveldin trúi því ekki að önnur ríki geti haldið velli án leiðsagnar frá stórborgum Evrópu.

 

https://assets.publishing.service.gov.uk/media/65ba6d52f51b1000136a7e3d/brexit-4th-anniversary-accessible-version.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 1742
  • Frá upphafi: 1176915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1580
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband