Leita í fréttum mbl.is

Bakkafullur lækur og skrautleg svör

Um daginn birtust hér á Heimssýnarbloggi svör forsetaframbjóðenda við nokkrum spurningum sem lúta að fullveldi Íslands og einstökum málum því tengdu.  

Það kom ekki á óvart að svör Arnars Þórs Jónssonar voru afdráttarlaus og skýr, enda hefur Arnar Þór margsagt að erindi hans sé fyrst og fremst að standa vörð um fullveldið, mannréttindi og lýðræði.   

Ástþór Magnússon og Eiríkur Ingi Jóhannsson eru greinlega hallir undir að varðveita fullveldið og draga ekki dul á það.  Svör annarra frambjóðenda bjóða upp á meiri sveigjanleika í túlkun, en flestir nefna sjálfstæði eða fullveldi í jákvæðu samhengi.  Allmargir frambjóðendur nefna sérstaklega að þeir myndu taka því alvarlega ef þeim bærust margar undirskriftir með áskorun um að hafna því að staðfesta lög frá Alþingi.

Tveir frambjóðendur skiluðu auðu, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Baldur Þórhallsson.   Ljóst er að framboð Ásdísar Ránar hefur færri hendur til að sinna ritgerðum um fullveldismál en hin svokölluðu stærri framboð og eins að áherslur Ásdísar Ránar hafa að minnsta kosti að einhverju leyti verið á öðrum sviðum.   Afstaða Baldurs Þórhallssonar til svokallaðra Evrópumála hefur ætið verið skýr.  Hann hefur talið best fara á því að Íslendingar nytu leiðsagnar gömlu evrópsku nýlenduveldanna og fengju í staðinn sæti á fundi eða leyfi til að gala í tóma tunnu, eftir því hvernig menn líta á málin.   Það má segja að það hefði verið að bera í bakkafullann lækinn að endurtaka þá afstöðu eina ferðina enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 30
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 2537
  • Frá upphafi: 1166297

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2174
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband