Leita í fréttum mbl.is

Á mannamáli

Það er ekki ofmælt að EES er ein sú skrýtnasta skepna sem til er.  Íslendingar borga verulegar upphæðir fyrir aðild að bandalagi, sem þeir voru með fríverslunarsamning við áður en bandalagið varð til.  Að launum fá fyrirtæki á Íslandi ekki fullan markaðsaðgang fyrir helstu framleiðsluafurð Íslands, fisk, heldur dýrar og íþyngjandi reglur sem hefta verslun Íslendinga við rúmlega 90% af heimsbyggðinni.

Upp á síðkastið hefur Evrópusambandið viljað færa sig upp á skaftið í hernaðarmálum. Allt er það sagt vera í nauðvörn, en þá er horft framhjá þeirri staðreynd að vesturveldin eyða nú þegar tæplega tuttugu sinnum meiri peningum til hermála en Rússar gera.  Eitthvað annað hangir á spýtunni, líklega löngun til að styðja við hergagnaiðnað gömlu evrópsku nýlenduveldanna.

Og nú er boðað „flóknara samstarf“.  Á mannamáli þýðir það að hið opinbera og fyrirtæki þurfi að ráða fleira fólk til að eiga við hið „flókna samstarf“.   Það þurfi að borga meira fyrir kerfið.

 

https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024-05-30-floknara-samstarf-og-fleiri-askoranir-framundan-i-ees-samstarfinu-413950


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evrópusambandið hefur tekið einkennilegum breytingum.

Nokkrir þingmenn í Danmörku hafa skrifað undir leyniskjal hjá ESB. Danskur borgari spyr:

Hvað gengur hér á? Hvernig geta þeingmenn sem eru í kjöri til ESB þingsins skrifað undir ,,að halda vinnu þeirra utan við dagsljósið þegar þess er þörf? Hver ákveður hvað er ,,nauðsynlegt"?

Og hvað þúðir að forgangsraða öryggi LBGTIQ einstaklings ,,umfram allt annað"? - framyfir öryggi kvenna og barna sem dæmi.

Nöfn þingmannanna eru birt en hér er tenginn, (1) Facebook

May be a graphic of blueprint and text

 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2024 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 1742
  • Frá upphafi: 1176915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1580
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband