Leita í fréttum mbl.is

Skilaboðaskjóðan

Á morgun, 1. júní 2024 velja Íslendingar sér forseta.  Forseti hefur bæði formleg og óformleg völd og það er brýnt að forseti Íslands hafi djúpan skilning á mikilvægi þess að stjórnvaldið leki ekki til vandalausra í útlöndum.

Svör frambjóðenda við spurningum Heimssýnar voru birt hér á Heimssýnarbloggi 26. maí.  Flestir höfðu einhvers konar fullveldisyfirbragð á svörum sínum, en slógu þó úr og í.

Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon og Eiríkur Ingi Jóhannesson voru afdráttarlausir.  Af þeim virðist Arnar Þór hafa langmest fylgi og það er eftirtektarvert að það hefur aukist jafnt og þétt frá þeim degi þegar hann tilkynnti framboð sitt. 

Það er lítill vafi á því að framboð fullveldissinna, ekki síst Arnars Þórs hefur mótað kosningabaráttuna og samfélagsumræðuna í aðdraganda þessara kosninga.  Með því að að kjósa frambjóðanda sem er afdráttarlaus fullveldissinni senda kjósendur skýr skilaboð inn í umræðuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 30
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 2537
  • Frá upphafi: 1166297

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2174
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband