Leita í fréttum mbl.is

Vítt, en þröngt

Íslendingar hafa kosið sér nýjan forseta.  Sú var tíð að Halla Tómasdóttir var höll undir innlimun Íslands í stórríki gömlu nýlenduveldanna, en hún virðist hafa snúið baki við þeim hugmyndum, eins og svo margir aðrir.  Það er auðvitað ágætt.

Ýmsar ástæður liggja að baki því að menn snúa baki við trúnni á Ísland í faðmi Evrópusambands.  Margir hafa áttað sig á því að eftir Brexit er næsta vonlaust að koma Íslandi þar inn. Þá sjá fleiri og fleiri að Evrópusambandið er valdsækið, á kostnað aðildarríkjanna, og að Ísland mundi þar engu ráða.  Sífellt verður skýrara að mikill kostnaður mundi fylgja því að ganga í Evrópusambandið og vera þar innanborðs, en gróðinn af því væri mjög takmarkaður, ef nokkur.  Ótalmargar aðrar ástæður mætti upp telja, en líklega vegur þyngst að í Evrópusambandinu ræður Evrópusambandið, og því er sama um Ísland.  Þótt Evrópusambandið sé vítt inngöngu, þá er það þröngt útgöngu.    

Heimssýn óskar nýjum forseta velfarnaðar í starfi og minnir um leið á að fullveldi þjóðarinnar er verðmætasta auðlindin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt er það. Halla verður að athuga það, að hún verður langt í frá forseti allrar þjóðarinnar, hversu svo sem hana langar til þess. Ég treysti henni ekki frekar en ég treysti Katrínu og orkumálastjóranum. Hún verður aldrei minn forseti frekar en Guðni. Við verðum líka að veita henni aðhald, sem ekki kusum hana. Hún verður líka að athuga það, að nú verður hún að gæta íslenskra hagsmuna, og á ekki að vera í stjórn erlendra fyrirtækja, og svoleiðis á það að vera hér á landi eins og annars staðar. Það vakti mikla óánægju í Danmörku, þegar núverandi kóngur settist í stjórn Ólympíusambandsins sem krónprins, en hann varð að segja af sér stjórnarsetunni, þegar hann varð kóngur, því að það fór ekki saman, eðlilega, þar sem hann verður nú að gæta hagsmuna lands síns og þjóðar, og það getur aldrei farið saman við setu í svona alþjólegum stofnunum. Þetta á að eiga við um aðra þjóðhöfðingja, einnig hér á Íslandi. Halla verður að gera sér grein fyrir því, að það verður fylgst með henni, og það verður líka að veita henni aðhald. Annað gengur ekki.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2024 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 284
  • Sl. sólarhring: 344
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1183891

Annað

  • Innlit í dag: 237
  • Innlit sl. viku: 1763
  • Gestir í dag: 231
  • IP-tölur í dag: 229

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband