Leita í fréttum mbl.is

Leiguverð á peningum á svipuðu róli í Danmörku og á Íslandi

Það eru allnokkrar breytistærðir sem hirða þarf um þegar verð á íbúðalánum er borin saman milli landa.  Sumir gera það með frjálslegum aðferðum, svo ekki verður hjá því komist að líta á málið hér á þessum vettvangi.

Raunvextir eru mælikvarði á leiguverð fjármagns.  Raunvextir eru vextir umfram verðbólgu.

Á Íslandi má segja að raunvextir séu vextir á verðtryggðum lánum.  Þeir eru samkvæmt vefsíðunni herborg.is frá 2,37% upp í 4,49% á Íslandi.  Sex lánveitendur bjóða lán með 3-4% breytilegum vöxtum.  

Íbúðalán í Danmörku virðast flest vera óverðtryggð.   Íbúðalán í Danmörku er þéttur frumskógur verðs og skilyrða.  Flestir lánveitendur hvetja viðskiptavini til að bóka tíma og koma í heimsókn.  Í svoleiðis heimsóknum er ekki venjan að bjóða viðskiptavinum allt sem þeir vilja fyrir allra lægsta verð í töflu, en lítum samt á þær.  Vaxtatafla Nordea (https://www.nordea.dk/Images/144-506880/Prisskilt%2027.06.2024%20Nordea.dk%20-%20BoligPuls.pdf) segir að íbúðalán kosti á bilinu 4,1-9,1%, en upplýsingasíðan https://www.raadtilpenge.dk/Gode-raad/boliglaan/tjekboliglaan/Criteriapage  segir að margir bjóði lán á 5-5,2%.  Er þá miðað við allt að 80% veðhlutfall og breytilega vexti. Verðbólga í Danmörku var síðast þegar fréttist 2,2% (1,6% ef miðað er við svokallaða kjarnavísitölu).  Raunvextir á íbúðalánum í Danmörku eru með öðrum orðum 1,9-6,9% í Nordea og 2,8-3% samkvæmt raadtilpenge.dk. Sé miðað við kjarnavísitöluna eru raunvextirnir 2,5-7,5% og 3,4-3,6% á þessum tveimur stöðum í Danmörku. 

Þessi stutta skoðun bendir til þess að verð á lánsfé til íbúðakaupa sé á svipuðu róli í Danmörku og á Íslandi þegar þetta er skrifað, í júní 2024.

Það vekur reyndar athygli að verðmunur milli lánveitenda í sama landi er töluverður, bæði í Danmörku og á Íslandi.  

Það skyldi þó ekki vera að aðrir þættir en aðild að Evrópusambandinu ráði verði lánsfjár?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vextir eru skrifaðir á lánasamninga. Ekki peningaseðla.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2024 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 288
  • Sl. sólarhring: 309
  • Sl. viku: 2525
  • Frá upphafi: 1149616

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 2221
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 260

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband