Leita í fréttum mbl.is

Spurningu svarað

Í nýlegri grein á Samstöðinni er spurt hvers vegna vextir séu hærri í Færeyjum en á Íslandi.

Nafnvextir á íbúðalánum eru hærri á Íslandi en í Færeyjum, en þeir eru ekki mælikvarði á verð lánsfjár.  Raunvextir eru sá mælikvarði.  Raunvextir eru 2,9% hjá HMS á Íslandi og á svipuðu róli í Færeyjabanka.

Það vekur eftirtekt að lántökugjöld á íbúðalánum eru margfalt hærri í Færeyjum en á Íslandi.  Ætli það sé gert til þess að menn séu ekki að skipta um banka þótt verðin hækki?  

Eru það kannski Færeyingar sem ættu að læra af Íslendingum í þetta sinn, en ekki öfugt?

https://samstodin.is/2024/06/freistandi-ad-flytja-til-faereyja-vegna-vaxtamunar/ 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vextir eru ekki náttúrulögmál og því síður "raunvextir". Bæði fyrirbærin eru manna verk.

Hvar stendur skrifað að "raunvextir" eigi að vera "mælikvarði á verð lánsfjár" eitthvað frekar en einfaldlega vextir?

Verðið á vörum og þjónustu er einfaldlega verð og það er ekki löglegt að verðmerkja á neinn annan mælikvarða. Það sama á við um lán og lögum samkvæmt er skylt að gefa upp allan kostnað þeirra í krónum talið en ekki á neinum öðrum mælikvarða.

Launin sem fólk vinnur sér fyrir til að greiða útgjöld þ.m.t. vexti eru greidd í nafnkrónum, en ekki með "raunvirði".

Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2024 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 32
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 642
  • Frá upphafi: 1130329

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 576
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband