Leita í fréttum mbl.is

Sumar á sýru

Nokkrir Evrópupennar hafa skrifađ ađ undanförnu.  Innihaldiđ er jafnan hiđ sama, bođskapur um mikinn gróđa sem félli Íslendingum í skaut međ óútskýrđum hćtti, bara ef ţeir féllu fram og gengju í sambandiđ.  Stöku sinnum fylgir kenning um bágt andlegt ástand fullvedissinna, líklega sett fram í von um ađ lesendur ţori ekki ađ styđja fullveldiđ af ótta viđ ađ verđa taldir vanvitar af einhverjum óskilgreindum ađilum úti í bć sem hrópa hátt á torgum, en nenna oftast ekki ađ setja sig inn í málin.  

Hjörtur J. Guđmundsson hefur veriđ manna ötulastur viđ ađ svara einstökum greinum og gerir ţađ međal annars hér međ skýrum og rökföstum hćtti, eins og Hirti er vant:

 https://www.fullveldi.is/?p=50566

Hjörtur rifjar međal annars upp ađ ekki gengur ađ byggja ákvarđanatöku um inngöngu í bandalagiđ á núgildandi reglum um t.d. fiskveiđar.  Ţeim reglum má nefnilega breyta í sjónhendingu og skiptir ţá álit fulltrúa smáţjóđa litlu máli.   Og ţađ sem meira er; ţađ eru uppi hugmyndir innan Evrópusambandins um ađ breyta reglunum, en um ţađ má lesa hér:

https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/STUD/2019/629202/IPOL_STU(2019)629202_EN.pdf


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Ein versta rangfćrslan er ađ ţađ ţurfi ađ ganga í ESB og/eđa taka upp evru til ađ útrýma verđtryggingu lána til neytenda eđa ađ ţađ muni einhvernvegin breyta útlánsvöxtum.

Hiđ rétta er ađ allar reglur ESB um skilmála lána til neytenda gilda nú ţegar á Íslandi í gegnum EES-samninginn og ekkert í ţeim reglum bannar beinlínis verđtryggingu. Ef gengiđ yrđi í ESB yrđi engin breyting á ţeim reglum. Heimild til verđtryggingar er í séríslenskum lögum sem hafa ekkert međ EES/ESB reglur ađ gera og til ađ afnema ţá heimild ţarf Alţingi einfaldlega ađ breyta ţeim lögum.

Ţađ er ekki heldur neitt í reglum myntbandalagsins um evruna sem rćđur ţví hvernig lán sé heimilt ađ veita neytendum. Enda eru lánaskilmálar skrifađir á lánasamninga en ekki peningaseđla og ekkert ţví til fyrirstöđu ađ skrifa sömu skilmála í lánssamninga í hvađa gjaldmiđli sem er.

Útlánsvextir eru ákveđnir af bönkum og ţađ er ekkert í neinum reglum ESB eđa myntbandalagsins sem takmarkar beinlínis frelsi ţeirra til ađ ákveđa hvađa vexti ţeir bjóđa. Ţetta birtist í ţví ađ innan ESB og innan evrusvćđisins eru mjög ólíkir vextir í bođi milli landa. Í sumum löndum eru ţeir tiltölulega lágir en hćrri í öđrum og hafa jafnvel í mörgum tilvikum á vissum tímabilum veriđ hćrri en hér. Ísland myndi ekki breytast sjáfkrafa í lágavaxtland viđ inngöngu í sambandiđ, slík breyting gćti ađeins orđiđ innan frá.

Miđađ viđ reynsluna af framferđi íslenskra banka eru allar líkur á ţví ađ ef Íslandi myndi ganga í ESB og taka upp evru, myndu ţeir einfaldlega bjóđa okkur upp á verđtryggđ lán í erlendum gjaldmiđli gefnum út af hlutafélagi sem er međ höfuđstöđvar í Frankfürt í Ţýskalandi (ECB). Svo er álíka ólíklegt ađ ţeir lćkki vexti eins og ađ olíufélögin lćkki dćluverđiđ ţó ađ heimsmarkađsverđiđ lćkki.

Fyrir mörgum árum síđan ţegar Ísland var í ađildarviđrćđum viđ ESB sat ég fund á sendiskrifstofu ESB á Íslandi međ fulltrúum ýmissa félagasamtaka sem sendinefndin hafđi bođiđ ţangađ til ađ kynna ESB og sitja fyrir svörum. Ţar á međal voru bćđi samtök fylgjandi og andvíg ađild sem og ýmis önnur sem beittu sér fyrir allskyns öđrum málefnum. Ég bar upp eina spurningu á ţessum fundi. Hún hófst á ţví ađ reifa ţann málflutning fylgismanna ađildar hér á landi ađ međ inngöngu í ESB og eftir atvikum upptöku evru myndi verđtrygging íslenskra lána hverfa sjálfkrafa af sjónvarsviđinu og spurđi svo hvort ađ ţetta vćri rétt og hvernig ţađ myndi ţá virka fyrir sig.

Ég mun seint gleyma viđbrögđum sendifulltrúanna. Ţeim var sýnilega brugđiđ yfir ţví ađ fylgismenn ađildar ađ ESB hér á landi byggđu málflutning sinn á slíkum forsendum og stađfestu svo kurteislega ađ enginn fótur vćri fyrir ţessu. Verđtrygging vćri séríslenskt fyrirbćri sem hefđi ekkert međ ESB ađ gera og yrđi ekki afnumin af öđrum en íslenskum stjórnvöldum, óháđ ţví hvort Ísland gengi í sambandiđ eđa ekki.

Ţađ ţjónar engum málstađ vel ađ byggja málflutning fyrir honum á fölskum forsendum eđa rangfćrslum. Fólki er frjálst ađ hafa sínar skođanir á kostum og göllum hvers sem er en ţađ skiptir máli ađ byggja ţá afstöđu á réttum stađreyndum.

Guđmundur Ásgeirsson, 13.7.2024 kl. 18:58

2 Smámynd:   Heimssýn

Ţökk fyrir fróđlega frásögn, Guđmundur.  Hún endurspeglar á hve lágu plani ţessi Evrópuumrćđa var oftast nćr, og er ţví miđur enn. 

Heimssýn, 13.7.2024 kl. 19:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Okt. 2024
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.10.): 15
  • Sl. sólarhring: 314
  • Sl. viku: 2348
  • Frá upphafi: 1155004

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2026
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband