Þriðjudagur, 17. september 2024
Bréfið birt
Reykjavík, september 2024
Forseti Íslands
Halla Tómasdóttir
Staðastað, Sóleyjargötu
101 Reykjavík
Heiðraði forseti
Fyrir liggur að ríkisstjórn Íslands hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um forgang löggjafar sem á sér rætur í EES-samningnum. Sama á við um skuldbindingar sem innleiddar eru með stjórnvaldsfyrirmælum. Frumvarpið er jafnan nefnt bókun 35.
Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir að Ísland sé fullvalda ríki og að löggjafarvaldið sé aðeins í höndum Alþingis og forseta Íslands. Vandséð er annað en að frumvarp til laga um svokallaða bókun 35 gangi gegn stjórnarskránni. Um það er fjallað með ýmsum hætti í fjölda umsagna til Alþingis sem fylgja máli þessu frá því í fyrravetur.
Félagið Heimssýn, sem hefur að markmiði að standa vörð um fullveldi Íslands, hefur af þessu máli mjög miklar áhyggjur. Í því sambandi verður ekki hjá því komist að minna á að frumvarp það sem hér um ræðir var ekki hluti EES-lagabálksins þegar sá samningur var samþykktur. Það var meðal annars vegna þess að ef svo hefði verið, hefði samningurinn gengið gegn stjórnarskránni.
Förum við þess góðfúslega á leit við forseta Íslands að hann veiti máli þessu viðeigandi athygli og beini því til ríkisstjórnar og Alþingis að virða stjórnarskrána. Fari svo að Alþingi samþykki umrætt frumvarp förum við fram á að forseti staðfesti ekki þau lög.
Fyrir hönd Heimssýnar
Haraldur Ólafsson, formaður
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 114
- Sl. sólarhring: 351
- Sl. viku: 2523
- Frá upphafi: 1165897
Annað
- Innlit í dag: 98
- Innlit sl. viku: 2189
- Gestir í dag: 98
- IP-tölur í dag: 96
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skrifa undir þetta, enda veitir ekki af að minna Höllu á það, fyrir hverja hún vinnur núna, og að hún verði að virða stjórnarskrána og halda eins og Alþingi. Það er hneikslanlegt svo ekki sé dýpra í árina tekið, ef þingheimur fer að brjóta stjórnarskrána með því að samþykkja þessa ósvinnu frá EES og ESB um greinina þá arna, því að það þarf ekki síður að minna þingheim á það, að hann hefur svarið eið að stjórnarskránni, þegar á þing var sest, og því lít ég svo á, að þetta sé með öllu óhæft þing, ef þetta verður samþykkt. Það er nóg komið af þessarri vitleysu með ESB og EES, og kominn tími til að fara að taka EES-samninginn og semja upp á ný. Þetta gengur ekki lengur.Það segir sig sjálft. Bjarni Benediktsson má heldur ekki gleyma því, að langafi hans, Benedikt Sveinsson, var formaður lýðveldisnefndarinnar 1044 og er því beinlínis skyldugur að halda nafni hans og heiðri uppi og afneita þessarri 135 grein, þegar augljóst má vera, að þjóðin stendur á móti þessu. Að öðrum kosti verður að krefja Höllu um þjóðaratkvæðagreiðslu um þessa grein, því að það sem í henni stendur er ekkert einkamál utanríkisráðherra, ríkisstjórnar, Alþingis eða forseta. Í þessu máli verðum við að standa fast í fæturnar og koma í veg fyrir, að við missum sjálfstæðið. Enginn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins getur verið sæmdur af því að vera formaður í þeim flokki, sem kenndur er við sjálfstæði þjóðarinnar, og ætla að fara að svíkja land og þjóð á þennan hátt. Það verður að koma í veg fyrir, að þetta plagg geti orðið að lögum, ef nokkur kostur er.Ég segi ekki annað.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2024 kl. 15:55
Ég kýs að treysta Höllu Tómasdóttur, nýkjörnum Forseta Íslands fyrir fjöreggjum þjóðarinnar.
Jónatan Karlsson, 17.9.2024 kl. 17:44
Hvaða ákvæði stjórnarskrárinnar er því haldið fram að þetta brjóti gegn og með hvaða hætti?
Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2024 kl. 00:02
Þú ert nú það vel að þér Guðmundur og hlýtur að vita svarið.Auk þess skrifar Arnar Þór Jónsson lögfr.í pistli Palvill afburða
góð ákvæði úr samningi Íslands við EES,þar sem þessi bók.#35 get sagt sé innifalin(komst ekki að lesa hana aftur),en hún vakti athygli víða um heim,auk allra Íslendinga.
Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2024 kl. 15:17
Lesa hana aftur átti það að vera.
Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2024 kl. 15:19
Ég spurði vegna þess að það kemur ekki fram í bréfinu hvaða ákvæði stjórnarskrár bréfritarar telji frumvarpið ganga gegn. Þar sem ég get ekki lesið hugsanir veit ég ekki hvaða ákvæði það er sem þeir hafa verið með í huga við ritun bréfsins. Séu menn nógu vissir í sinni sök til að rita sérstakt bréf til Forseta hljóta þeir að geta tilgreint viðkomandi ákvæði.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2024 kl. 15:22
Já eg veit en varð að koma þessu að: Því þar liggur líflína okkar sem elskum landið ÍSLAND.
Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2024 kl. 18:51
Það sem ég er eiginlega alveg viss um er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir leggi þessi LANDRÁÐ fram sem "þingsályktunartillögu (sem ég tel brot á STJÓRNARSKRÁ) g þetta geri hún til þess að "losna við" afskipti forseta. Þessari aðferð var líka beitt þegar ESB umsóknin var send í júní 2009...
Jóhann Elíasson, 19.9.2024 kl. 08:33
Um er að ræða vald til að setja lög á Íslandi sem á að vera í höndum Alþingis og forseta. Það er reyndar skoðun margra að núverandi framkvæmd EES-samningsins gangi gegn stjórnarskránni hvað þetta varðar, en bókun 35 hnykkir þá vissulega á því.
Heimssýn, 19.9.2024 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.