Leita í fréttum mbl.is

Alþingismenn fá skyndinámskeið

Það er vel kunnugt að Alþingi ákvað fyrir rúmum 3 áratugum að lögfesta ekki bókun 35 með samningnum um evrópska efnahagssvæðið, EES.  Þar var um að ræða yfirvegaða pólitíska ákvörðun, ekki mistök.

Fyrir skömmu panta tveir hæstaréttarmenn ný og betri lög frá Alþingi.  Þeir segja:

„Það er okkar skoðun að í ljósi þeirrar óvissu sem uppi er varðandi hvort Ísland hafi innleitt bókun 35 við EES-samninginn með fullnægjandi hætti, og vegna þeirrar ósamkvæmni sem gætt hefur í dómaframkvæmd hér á landi varðandi þetta, sé það mikilvægt að íslenski löggjafinn leysi úr vandanum og setji í lög skýrt og óskilyrt ákvæði á þessu sviði og virði þannig þær skuldbindingar sem koma fram í bókun 35.“

Á Alþingi 19. september 2024 útskýrir utanríkisráðherra fyrir þingmönnum að þeirra hlutverk sé að afgreiða refjalaust þessa pöntun hæstaréttarmannanna.

Það er eins og lýðræðislega kjörnir Alþingismenn hafi ekki skilið að þeir séu húskarlar hjá dómsvaldinu, heldur séu uppfullir af gamaldags hugmyndum um þrískiptingu ríkisvalds.

Það væri annars forvitnilegt að vita fyrir hverja hæstaréttarmennirnir umræddu telji sig vinna.    

https://www.althingi.is/altext/raeda/155/rad20240919T104806.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í viðtali, sem ég las í Mogganum að ég held, við Jón Baldvin, þá minninst hann á þessa bókun 35 og segir þá, að Íslendingar hafi ekkert við hana að gera og geldur varhug við að samþykkja hana, og segir síðan, að EES-samningurinn sé orðinn allt annar en sá, sem hann(Jón) skrifaði undir og innleiddi hér. Ef honum hefði dottið í hug, að þróunin yrði á þessa leið, þá hefði hann aldrei fallist á að tengjast ESS. Annað var með föður minn, sem var alla tíð á móti þessu EES/ESB-brölti Alþýðuflokksins, og galt alltaf varhug við að tengjast því bandalagi, og sagði, að við myndum verða komin inn í ESB, áður en við vissum af, ef við stæðum ekki í ístaðinu og pössuðum okkur á því að láta ESB ekki valta yfir okkkur. Jón Baldvin hefur talað fyrir því nú orðið, að slíta tengslin við EES eða semja upp á nýtt. Annað væri ekki í stöðunni og ekki vit í öðru. Þingheimur sem og við hin ættum að hlusta betur á Jón Baldvin, sem sér eftir því að hafa verið að koma okkur inní þennan klúbb eftir að hafa fylgst með þróun mála á þessum sviðum undanfarin ár, því að það hafi aldrei verið talað um neitt í þessa veru, þegar hann var að semja um EES-aðild okkar. Menn ættu að fá Jón Baldvin til ráðgjafar og spjalls um þetta. Og við í Heimssýn getum séð á öllum viðtölunum við hann, að hann er hálfgert genginn til liðs við okkur. Þið ættuð að fá hann til þess að ræða málin á einhverjum fundinum hjá ykkur.Það er þess virði, held ég.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2024 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 41
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2004
  • Frá upphafi: 1176858

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 1826
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband