Leita í fréttum mbl.is

Júlíus skyggnist bak viđ tjöld

Hvernig stendur á ţví ađ eftir 30 róleg ár ţurfi skyndilega ađ lögleiđa bókun 35? Júlíus Valsson veltir ţví fyrir sér og setur í samhengi viđ umhverfismál og orkupakka Evrópusambandsins. 

Ţađ hljóta ađ vera einhverjir meiri hagsmunir ađ baki, en löngunin til ađ stokka upp í lögum og reglum. 

https://utvarpsaga.is/adsend-grein-islensk-thjod-stendur-a-timamotum-i-fullveldismalum/

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Ţađ er engin ţörf á ađ setja ákvćđi í íslensk lög varđandi bókun 35. Bucheit dómari viđ Evrópudómstólinn benti réttilega á ţađ fyrir nokkru sbr. umfjöllun í Morgunblađinu.  Nćđi frumvarp utanríkisráđherra fram ađ ganga varđandi ţetta, ţá er í raun veriđ ađ fullyrđa, ađ Alţingi sé ekki treystandi til ađ ganga frá lagasetningu í landinu međ vönduđum hćtti. Frumvarpiđ ef samţykkt verđur er fyrst og fremst áfellisdómur yfir Alţingi

Jón Magnússon, 29.9.2024 kl. 10:28

2 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Kannski má rekja ástćđuna til ţess ađ í seinni tíđ hafa hrannast upp sífellt fleiri dómar Hćstaréttar Íslands og síđar Landsréttar ţar sem kemur fram ađ ţó ađ fólki á Íslandi eigi ađ vera tryggđ ákveđin réttindi á grundvelli EES samningsins sé dómstólunum ókleift ađ tryggja fólki ţau réttindi ţegar séríslensk lög kveđa á um önnur og lakari réttindi ţví til handa.

Nýjasta dćmiđ var í svokölluđu fćđingarlofsmáli ţar sem nýbökuđ móđir mátti ţola verulega skerđingu á greiđslum í fćđingarorlofi fyrir ţćr sakir einar ađ hafa veriđ búsett og starfandi í Danmörku á međgöngutímanum. Jafnvel ţó ţađ vćri óumdeilanlegt ađ slík mismunun vegna búsetu vćri óheimil innan EES svćđisins, var ekki hćgt ađ dćma móđurinni í hag vegna ţess ađ íslensk lög brutu í bága viđ ţađ sem annars hefđi átt ađ gilda.

Ţađ sem vakir fyrir ţeim sem vilja bćta úr ţessu er líklega ađ sporna viđ ţví ađ óréttlćti sem ţetta endurtaki sig í sífellu. Nema auđvitađ ef ţetta er bara allt eitt stórt samsćri sprottiđ af annarlegum hvötum til ađ vega ađ einhverjum óljósum gildum eins og sumir virđast vilja gefa í skyn. En ţá vaknar óhjákvćmilega sú spurning gegn hverjum samsćriđ beinist eiginlega? Varla ţó gegn velferđ mćđra í fćđingarlofi eđa vörnum neytenda gegn óréttmćtum viđskiptaháttum, til ađ nefna sem dćmi.

Svo má hafa skođun á ţví hvort Alţingi sé treystandi til ađ ganga frá lagasetningu međ vönduđum hćtti eđa ekki. Ţau eru a.m.k. ófá dćmin um óvandađa eđa illa ígrundađa lagasetningu.

Ţegar svo heppilega vill til ađ íslensk lög fela í sér frávik sem veita fólki betri réttindi en leiđir af EES samningnum er ţađ svo sjaldnast neitt vandamál, ţví ţá kvartar enginn.

Guđmundur Ásgeirsson, 29.9.2024 kl. 20:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 44
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 2007
  • Frá upphafi: 1176861

Annađ

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1827
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband