Leita í fréttum mbl.is

Júlíus skyggnist bak við tjöld

Hvernig stendur á því að eftir 30 róleg ár þurfi skyndilega að lögleiða bókun 35? Júlíus Valsson veltir því fyrir sér og setur í samhengi við umhverfismál og orkupakka Evrópusambandsins. 

Það hljóta að vera einhverjir meiri hagsmunir að baki, en löngunin til að stokka upp í lögum og reglum. 

https://utvarpsaga.is/adsend-grein-islensk-thjod-stendur-a-timamotum-i-fullveldismalum/

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Það er engin þörf á að setja ákvæði í íslensk lög varðandi bókun 35. Bucheit dómari við Evrópudómstólinn benti réttilega á það fyrir nokkru sbr. umfjöllun í Morgunblaðinu.  Næði frumvarp utanríkisráðherra fram að ganga varðandi þetta, þá er í raun verið að fullyrða, að Alþingi sé ekki treystandi til að ganga frá lagasetningu í landinu með vönduðum hætti. Frumvarpið ef samþykkt verður er fyrst og fremst áfellisdómur yfir Alþingi

Jón Magnússon, 29.9.2024 kl. 10:28

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kannski má rekja ástæðuna til þess að í seinni tíð hafa hrannast upp sífellt fleiri dómar Hæstaréttar Íslands og síðar Landsréttar þar sem kemur fram að þó að fólki á Íslandi eigi að vera tryggð ákveðin réttindi á grundvelli EES samningsins sé dómstólunum ókleift að tryggja fólki þau réttindi þegar séríslensk lög kveða á um önnur og lakari réttindi því til handa.

Nýjasta dæmið var í svokölluðu fæðingarlofsmáli þar sem nýbökuð móðir mátti þola verulega skerðingu á greiðslum í fæðingarorlofi fyrir þær sakir einar að hafa verið búsett og starfandi í Danmörku á meðgöngutímanum. Jafnvel þó það væri óumdeilanlegt að slík mismunun vegna búsetu væri óheimil innan EES svæðisins, var ekki hægt að dæma móðurinni í hag vegna þess að íslensk lög brutu í bága við það sem annars hefði átt að gilda.

Það sem vakir fyrir þeim sem vilja bæta úr þessu er líklega að sporna við því að óréttlæti sem þetta endurtaki sig í sífellu. Nema auðvitað ef þetta er bara allt eitt stórt samsæri sprottið af annarlegum hvötum til að vega að einhverjum óljósum gildum eins og sumir virðast vilja gefa í skyn. En þá vaknar óhjákvæmilega sú spurning gegn hverjum samsærið beinist eiginlega? Varla þó gegn velferð mæðra í fæðingarlofi eða vörnum neytenda gegn óréttmætum viðskiptaháttum, til að nefna sem dæmi.

Svo má hafa skoðun á því hvort Alþingi sé treystandi til að ganga frá lagasetningu með vönduðum hætti eða ekki. Þau eru a.m.k. ófá dæmin um óvandaða eða illa ígrundaða lagasetningu.

Þegar svo heppilega vill til að íslensk lög fela í sér frávik sem veita fólki betri réttindi en leiðir af EES samningnum er það svo sjaldnast neitt vandamál, því þá kvartar enginn.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2024 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 106
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 2515
  • Frá upphafi: 1165889

Annað

  • Innlit í dag: 93
  • Innlit sl. viku: 2184
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband