Leita í fréttum mbl.is

Kjarninn og VG

Sú var tíð að herstöðvaandstæðingar, síðar hernaðarandstæðingar, áttu sér helst skjól hjá VG, þótt sumir þeirra væru í öðrum flokkum.  Engu að síður var einn og einn liðsmaður VG hallur undir Evrópusambandið.  Það var á þeim árum þegar menn trúðu því að Evrópusambandið væri aðeins félag um staðla og almennt hjálpræði.

Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan það var.  Nú á Evrópusambandið í stórstyrjöld í A-Evrópu sem ekki sér fyrir endann á.  Sambandið kaupir sprengjur og fallstykki fyrir himinháar upphæðir, sendir svo dótið austureftir með hvatningu um að þeir sem fái það dragi í engu af sér.  Líklega er búið að drepa hátt í milljón unga menn og viðbúið er að yfir milljón menn séu limlestir.

Þá koma frá utanríkisráðherra til Alþingis boð um að þetta sama Evrópusamband þurfi að ráða meiru á Íslandi.  Á borðum þingflokks VG liggur tillaga um að fyrirmæli frá Evrópusambandinu sem við hæfi þykir að gildi á Íslandi skuli njóta sérstaks forgangs umfram heimagerða löggjöf.  Tillagan heitir Bókun 35.

Það verður væntanlega fyrsta verk þingmanna VG að afþakka þessa Bókun 35 þegar þeir mæta til vinnu eftir landsþing. 

Það stóð aldrei til að gera Ísland að deild í hernaðarbandalagi gömlu evrópsku nýlenduveldanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver ákveður hvaða "fyrirmæli" (tilskipanir og reglugerðir) frá Evrópusambandinu þykir við hæfi að gildi á Íslandi?

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2024 kl. 23:01

2 Smámynd:   Heimssýn

Fyirirbæri sem heitir "Sameiginlega EES-nefndin" hefur með þau mál að gera. Hvar hinar raunverulegu ákvarðanir eru teknar skal ósagt látið. Formaður nefndarinnar hét Nicolas von Lingen síðast þegar fréttist. Færa má fyrir því rök að hann hafi meiri völd á Íslandi en aðrir.  Kannski Nicolas sé mikill Íslandsvinur.  Kannski ekki.

Heimssýn, 4.10.2024 kl. 07:01

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hefur Ísland neitunarvald í sameiginlegu EES nefndinni?

Þarf svo ekki Alþingi að setja lög til að innleiða þær reglur sem nefndin tekur upp til að veita þeim gildi hér á landi?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2024 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 264
  • Sl. viku: 1671
  • Frá upphafi: 1183255

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1468
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband