Leita í fréttum mbl.is

Skoðanakönnunin mætt

Fleiri andvígir bókun 35 en hlynntir


Fleiri eru andvígir frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) vegna bókunar 35 við samninginn en hlynntir eða 39% á móti 35% samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Prósent vann fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. 
 
Fleiri í röðum stuðningsmanna Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins, Framsóknarflokksins og Sósíalistaflokks Íslands eru á móti frumvarpinu en fleiri á meðal stuðningsmanna Viðreisnar, Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hlynntir samþykkt þess.

Frumvarp utanríkisráðherra gengur sem kunnugt er út á það að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gangi framar löggjöf sem á sér innlendan uppruna. Frumvarpið var upphaflega lagt fram í mars 2023 en var ekki afgreitt á því þingi. Til stendur af hálfu ráðherrans að leggja það fram á ný á yfirstandandi þingi.

Mest andstaðan við frumvarpið er á meðal stuðningsmanna Miðflokksins samkvæmt könnuninni eða 61% á móti 16% sem eru því hlynnt. Næst koma stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Flokks fólksins með 45% andvíg frumvarpinu en 23% og 20% hlynnt því. Þá eru 42% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins andvíg frumvarpinu en 16% hlynnt. Loks er tæpur þriðjungur stuðningsmanna Sósíalistaflokksins andvígur eða 32% en 22% hlynnt.
 
Fróðlegt er að skoða stöðuna ef aðeins er miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti frumvarpi utanríkisráðherra á meðal stuðningsmanna áðurnefndra flokka. Þá eru 79% stuðningsmanna Miðflokksins á móti frumvarpinu, 72% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, 69% stuðningsmanna Flokks fólksins, 66% stuðningsmanna Framsóknarflokksins og 59% stuðningsmanna Sósíalistaflokks Íslands.

Mestur stuðningur við frumvarp Þórdísar Kolbrúnar er á meðal stuðningsmanna Viðreisnar eða 58% á meðan 12% eru því andvíg. Næst koma stuðningsmenn Samfylkingarinnar með 45% hlynnt og 16% andvíg. Þá eru 40% stuðningsmanna VG hlynnt því en 24% andvíg. Loks styður tæpur þriðjungur stuðningsmanna Pírata frumvarpið eða 32% en 12% andvíg því.

„Könnunin sýnir það svart á hvítu að fleiri eru andvígir en hlynntir frumvarpi utanríkisráðherra um að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn verði gert æðra innlendri lagasetningu. Þá er til að mynda ljóst miðað við niðurstöðurnar að miklu meiri andstaða er við málið í röðum stuðningsmanna flokks ráðherrans sjálfs en stuðningur,“ segir Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar.

Könnunin var gerð dagana 18. september til 3. október 2024. Úrtakið var 2.150 einstaklingar, 18 ára og eldri, og var svarhlutfallið 51%. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því ber að fagna, að fólkið í landinu vill standa með lýðveldinu og því frelsi sem fylgir þí að vera frjáls þjóð í frjálsu landi. Núverandi forseti ætti að fara að dæmi Ólafs Ragnars og setja málið í þjóðaratkvæði, ef það á eftir að komast á hennar borð. Það væri vitið meira. Lýðveldið lifi!!! Sama, hvað Þórdís vill gera og segir. En eftir næstu kosningar er aftur á móti spurning, hvað verður, þegar Samfylkingin er svona há í skoðanakönnunum, og ég tala nú ekki um, ef Viðreisn kemst í ríkisstjórnina. Þá er ég hrædd um, að það fólkið spyrji þjóðina ekkert um, hvað verður, frekar en það komi þjóðinni nokkuð við, hvar hún á að vera eða vill vera. Ég vil nú ekki hugsa þá hugsun til enda, en þá væri betra, að einhver gæti stoppað þau af. Ég segi ekki annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2024 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 151
  • Sl. sólarhring: 319
  • Sl. viku: 1929
  • Frá upphafi: 1183132

Annað

  • Innlit í dag: 129
  • Innlit sl. viku: 1691
  • Gestir í dag: 126
  • IP-tölur í dag: 124

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband