Leita í fréttum mbl.is

Fleiri snúningar á B35

Snúningarnir sem teknir eru á bókun 35 fara að minna á listdans á skautum.  

Hjörtur fer yfir nokkrar nýjustu vendingarnar í nýrri grein.  Ráðherrann sem fer með málið telur það helst til raka í málinu að vont væri að ESA færi með málið fyrir dóm, en Hjörtur bendir á að ef dómur verður Íslandi í óhag þá yrði niðurstaðan sú hin sama og frumvarp ráðherrans felur í sér!  Þá ríkir þögnin ein um að fyrrverandi forseti hæstaréttar telji að bókun 35 gangi gegn stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.  

Um fyrirvarann sem hnýtt er í frumvarpið segir Hjörtur þetta:

Hvað varðar fyrirvarann í frumvarpinu, þess efnis að Alþingi gæti ákveðið að forgangur innleidds regluverk frá Evrópusambandinu ætti ekki við um tiltekna innlenda lagasetningu, er hann í raun gagnslaus. Tilgangurinn með fyrirvaranum er einungis sá að reyna að tryggja stuðning við frumvarpið. Alþingi getur vitanlega alltaf sett slík lög. Kæmi hins vegar til þess myndi það kalla á sömu viðbrögð frá ESA og nú stendur að gefast upp fyrir. Hvaða líkur geta fyrir vikið talizt á því að það yrði gert og að þá yrði staðið í lappirnar?

Hann er semsagt bara til "heimabrúks" til að smyrja afgreiðslu Alþingis.  Það var og. 

https://www.visir.is/g/20242634440d/vardi-ekki-vidsnuninginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 107
  • Sl. sólarhring: 226
  • Sl. viku: 2080
  • Frá upphafi: 1182844

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 1820
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband