Leita í fréttum mbl.is

Feitur reikningur

Í torfkofagrein Hjartar sem fjallað var um á blogginu í gær er farið nokkrum orðum um kostnaðinn við EES og hugsanlegan hagnað af því fyrirkomulagi á samskiptum við Evrópusambandið. 

 

Kostnaður Íslendinga af EES er margþættur. 

Í fyrsta lagi er hinn beini kostnaður í formi greiðslna.  Hann er um 3 milljarðar á ári. Þær greiðslur eru kyndugar og segja má að í þeim felist mótsögn.  Tollfrelsi er ekki góð lýsing á viðskiptafyrirkomulagi þar sem annar aðilinn þarf að borga hinum 3 milljarða á ári í áskriftargjald, jafnvel þótt tollurinn sé fastagjald en ekki tengdur magni. 

Í öðru lagi er beinn kostnaður í formi gjalda á borð við losunarheimildir sem leggjast tiltölulega þungt á samgöngur við Ísland.  Undir þeim hatti er fyrirhuguð innheimta á vegabréfsáritun fyrir þá sem búa utan Schengenlands.  Mikið af því fé rennur í sjóði Evrópusambandsins. 

Í þriðja lagi er kostnaður stofnana og fyrirtækja við að gera það sem reglur sambandsins segja að þurfi að gera.  Reglurnar koma á færibandi.  Þeim fjölgar stjórnlaust og berast óháð því hvort þeirra sé þörf eða ekki. 

Í fjórða lagi eru hindranir á viðskiptum og viðskiptasamningum við lönd utan Evrópu vegna tæknilegra kvaða sem Evrópusambandið setur.  Þær kvaðir eru iðulega til að vernda iðnað á meginlandi Evrópu fyrir samkeppni.

Það er erfitt að setja tölur á síðustu þrjá liðina, en nokkuð ljóst er að um er að ræða tugi milljarða á ári. 

 

Á móti kemur hugsanlegur hagnaður af EES.  Eins og kemur fram í torfkofagrein Hjartar er hann frekar óljós.  Það er vel hugsanlegt að hann sé lítill sem enginn.  Já, lítill sem enginn.  Ekki varð tap af því að Bretar hættu í EES og ekki leiða viðskipti við Breta til kostnaðar af því tagi sem hér er upp talinn.  

 

Færi ekki vel á því að ný ríkisstjórn sem væntanlega verður mynduð í vetur tæki að sér að endurskoða fyrirkomulagið á samskiptum Íslands við það sem eftir er af Evrópusambandinu, t.d. með víðtæka fríverslun í huga?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Bara fastakostnadurinn á einu kjörtímabili færi langt með að borga Ölfusarbruna.

Við megum þakka fyrir að eiga að jafn ötulan baráttumenn og Hjört. Hann fer aldrei með fleipur heldur styður sig við skotheldar sannanir.

Ég þakka svo Heimssýn fyrir að koma greinum hans á framfæri. 

Ragnhildur Kolka, 19.10.2024 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 117
  • Sl. sólarhring: 348
  • Sl. viku: 2526
  • Frá upphafi: 1165900

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 2191
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband