Leita í fréttum mbl.is

Vaxtavitleysa

Það er alkunna að raunvextir eru betri mælikvarði en nafnvextir á verð á lánsfjármagni. 

Í daglegu tali má segja að raunvextir séu vextir umfram verðbólgu. Ekki er alveg vandalaust að reikna raunvexti, því það má mæla verðbólgu með ýmsum hætti. Ólíkar aðferðir leiða þó oftast til svipaðrar niðurstöðu. 

Raunvextir eru oft á svipuðu róli á Íslandi og víða í Evrópu, en stundum lítið eitt hærri á Íslandi. Stutt ferð um vefinn sýnir að raunvextir á húsnæðislánum í Eistlandi og í Króatíu eru 2-3 %.  Íbúðlalánasjóður býður lán með 4% raunvöxtum.  Raunvextir eru með öðrum orðum 1-2 prósentustigum hærri í fyrrnefndum 2 Evrópulöndum en hjá Íbúðalánasjóði á Íslandi.  Það er vissulega nokkur munur en vísbendingar eru um að hann muni minnka fljótlega. 

Þessi 1-2 prósentustiga munur er ekki í neinu samræmi við umræðu sem byggir á nafnvöxtum og stundum líka á frjálslegri meðferð talna.  Sú umræða miðar að því að sannfæra einhverja um að þeir fái hestburð af ódýrum peningum, bara ef þeir fá nýjan gjaldmiðil. 

Það er í stuttu máli tóm vitleysa.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 113
  • Sl. sólarhring: 352
  • Sl. viku: 2522
  • Frá upphafi: 1165896

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 2188
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 95

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband